Taco með geggjuðu salsa

Litríkur kvöldmatur hér á boðstólnum.
Litríkur kvöldmatur hér á boðstólnum. mbl.is/Nurlan Emir

All­ur lit­rík­ur mat­ur er okk­ur að skapi. Þetta unaðslega taco er borið fram með mel­ónu­salsa, guaca­mole og grilluðum osti og fær fullt hús stiga - ef ein­hver keppni er í gangi það er að segja.

Taco með geggjuðu salsa

Vista Prenta

Taco með mel­ónu­salsa

  • 500 g Halloumi-ost­ur
  • Tortilla-kök­ur
  • Rom­an-sal­at

Mel­ónu­salsa:

  • 1 kg vatns­mel­óna
  • 1/​2 rauðlauk­ur
  • 1 rauður chili pip­ar
  • Fersk mynta
  • 1 lime

Guaca­mole

  • 2 avoca­do
  • ½ dl grísk jóg­úrt
  • 1 lime
  • 1 hvít­lauksrif
  • 2 msk. ólífu­olía
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

Mel­ónu­salsa:

  1. Skerið mel­ón­una í munn­bita. Skerið rauðlauk­inn smátt ásamt chil­ipip­arn­um. Skerið mynt­una smátt og rífið með járni utan af lime-berk­in­um. Blandið öllu sam­an í skál og pressið lime-safa yfir. Smakkið til með salti og pip­ar.

Guaca­mole:

  1. Stappið avoca­do og blandið sam­an við gríska jóg­úrt, rif­inn lime-börk og lime-safa ásamt olíu og hvít­lauk. Smakkið til með salti og pip­ar.

Grill:

  1. Skerið halloum­in-ost­inn fyr­ir miðju og grillið á báðum hliðum. Grillið tortilla-kök­urn­ar og skerið ost­inn í bita. Fyllið tortilla-kök­urn­ar með sal­ati, vatns­mel­ónu­salsa og grilluðum ost­in­um ásamt guaca­mole.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert