Grillað kartöflumeðlæti Hrefnu Sætran

mbl.is/Björn Árnason

Fáir kom­ast með tærn­ar þar sem Hrefna Sætr­an hef­ur hæl­ana þegar kem­ur að því að grilla. Hér reiðir hún fram kart­öflumeðlæti sem er al­gjört æði.

Grillað kartöflumeðlæti Hrefnu Sætran

Vista Prenta

Grillaðar kart­öfl­ur með blaðlauk og rós­marín

Fyr­ir 4
  • 150 g smjör
  • ½ stk. blaðlauk­ur
  • 2 rif hvít­lauk­ur
  • 1 grein rós­marín
  • 12 stk. möndl­ukart­öfl­ur eða ein­hverj­ar aðrar litl­ar kart­öfl­ur
  • Par­mes­an-ost­ur
  • Salt og pip­ar
  • Olía

Aðferð:

  1. Setjið smjörið og lauk­ana í pott og hitið við væg­an hita þar til lauk­arn­ir eru mjúk­ir í gegn.
  2. Saxið rós­marínið fínt niður og bætið út í smjörið.
  3. Skerið kart­öfl­urn­ar í tvennt og penslið þær í sárið með olíu.
  4. Grillið á miðlungs­heitu grill­inu og snúið reglu­lega þar til kart­öfl­urn­ar eru eldaðar í gegn.
  5. Kryddið smjörið til með salti og pip­ar og líka sjálf­ar kart­öfl­urn­ar.
  6. Setjið kart­öfl­urn­ar á disk og ausið smjör­inu yfir og raspið svo par­mes­an-ost­inn yfir í lok­in.
Hrefna Sætran.
Hrefna Sætr­an. mbl.is/​Björg Árna­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert