Grillaður ananas með hnetum og súkkulaði

Grillaður ananas eins og þú vilt hafa hann yfir sumartímann.
Grillaður ananas eins og þú vilt hafa hann yfir sumartímann. mbl.is/Nurlan Emir

Sum­arið er tím­inn til að henda fersk­um an­an­as á grillið. Það eru ekki all­ir hrifn­ir af an­an­as en þeir sem gera það munu elska þessa út­gáfu. Hér eru hun­angsristaðar hnet­ur og súkkulaði að trylla mann­skap­inn í þess­um full­komna eft­ir­rétt.

Grillaður ananas með hnetum og súkkulaði

Vista Prenta

Grillaður an­an­as með hnet­um og súkkulaði

  • 1 fersk­ur an­an­as
  • 55 g ristaðar hnet­ur
  • 1/​5 msk. rap­sol­ía
  • 1 msk. fljót­andi hun­ang
  • Salt
  • 500 ml vanilluís
  • 1 msk. ko­kos­flög­ur
  • 50 g ljóst súkkulaði

Aðferð:

  1. Skerið hýðið af an­anasin­um og skerið hann í sneiðar, sirka 1 cm þykk­ar. Grillið an­anasinn þar til hann hef­ur tekið fal­leg­an lit.
  2. Gróf­hakkið hnet­urn­ar og ristið upp úr olíu í 2 mín­út­ur. Setjið þá hun­ang og smá­veg­is af salti út á pönn­una og ristið áfram í 1 mín­útu. Munið að velta hnet­un­um á meðan þið ristið.
  3. Leggið grillaða an­anasinn á fat. Setjið vanilluís ofan á fyr­ir miðju og toppið með hun­angsristuðum hnet­um, kó­kos­flög­um og gróf­hökkuðu súkkulaði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert