Blómkálssteik með hunangi og hnetum

Það er fátt betra á grillið en ferskt græn­meti. Græn­meti er al­mennt mjög meðfæri­legt og oft þarf ekki annað en að pensla það með olíu og salta ör­lítið með sjáv­ar­salti. Blóm­káls­steik­ur eru að verða sí­fellt vin­sælli og hér erum við með eina dá­sam­lega upp­skrift sem vert er að prófa.

Blómkálssteik með hunangi og hnetum

Vista Prenta
Blóm­káls­steik með hun­angi og hnet­um
  • 2 blóm­káls­haus­ar
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 2 sítr­ón­ur, rífið börk­inn og kreistið saf­ann
  • 2 hvít­lauks­geir­ar, fínt maukaðir
  • 1 tsk. hun­ang – notið aga­ve til að vera veg­an
  • 2 tsk. sjáv­ar­salt
  • ¼ tsk. pipar­flög­ur
  • ¼ bolli stein­selja, söxuð
  • ¼ bolli val­hnet­ur, ristaðar og saxaðar
  • Sítr­ónu­bát­ar, til að bera fram með

Aðferð:

Snyrtið blóm­kálið og skerið hvorn haus í u.þ.b. tveggja sentí­metra þykk­ar sneiðar. Í litla skál skal blanda sam­an ólífu­olíu, sítr­ónu­berki, sítr­ónusafa, hvít­lauk og hun­angi.

Hitið grillið á miðlungs­hita. Penslið aðra hliðina á blóm­káls­steik­un­um með hun­angs­blönd­unni og sáldrið salti yfir. Leggið þá hlið niður á grillið. Penslið hina hliðina og saltið.

Lokið grill­inu og grillið í 5-6 mín­út­ur. Snúið þá steik­un­um og grillið í aðrar 5 mín­út­ur eða þar til blóm­kálið er orðið mjúkt und­ir tönn. Takið af grill­inu og sáldrið pipar­flög­um, stein­selju og val­hnet­um yfir. Berið fram heitt með sítr­ónu­bát­un­um.

Thinkstock
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert