Aðferð:
Snyrtið blómkálið og skerið hvorn haus í u.þ.b. tveggja sentímetra þykkar sneiðar. Í litla skál skal blanda saman ólífuolíu, sítrónuberki, sítrónusafa, hvítlauk og hunangi.
Hitið grillið á miðlungshita. Penslið aðra hliðina á blómkálssteikunum með hunangsblöndunni og sáldrið salti yfir. Leggið þá hlið niður á grillið. Penslið hina hliðina og saltið.
Lokið grillinu og grillið í 5-6 mínútur. Snúið þá steikunum og grillið í aðrar 5 mínútur eða þar til blómkálið er orðið mjúkt undir tönn. Takið af grillinu og sáldrið piparflögum, steinselju og valhnetum yfir. Berið fram heitt með sítrónubátunum.