Hjónin í Kokku deila grill-leyndarmálum sínum

Guðrún Jóhannesdóttir, annar eiganda Kokku.
Guðrún Jóhannesdóttir, annar eiganda Kokku. Eggert Jóhannesson

Það er næsta víst að fólk sem lifir og hrærist í heimi matreiðslu hlýtur að luma á leyndarmálum sem við hin hefðum gott af því að læra. Við fengum að rýna í grillhegðun sómahjónanna í versluninni Kokku á Laugarvegi og þar kom ýmislegt í ljós.

Nafn: Guðrún og Þorsteinn

Staða: Eigendur verslunarinnar Kokku á Laugavegi

Hvernig grillgræja er á heimilinu? Kolagrill frá Rösle.

Hvaða matur er bestur á grillið? Fiskur og ljóst kjöt. Bestur finnst okkur heitreyktur fiskur af grillinu. Svo verður flest grænmeti betra þegar það er kolagrillað. Það er til dæmis geggjað að skera krisskross í eggaldin, bera á það ólífuolíu og grilla þar til það er orðið mjúkt.

Grillar þú mest yfir sumartímann eða árið um kring? Á okkar heimili er grillað allan ársins hring. Þó meira yfir sumartímann.

Ertu týpan sem „átt“ grillið og enginn annar kemst nálægt? Það verður að segjast að Þorsteinn á grillið, hann sér um flest sem tilheyrir næringu fjölskyldunnar.

Hvað er ómissandi í góðri grillveislu? Góðir gestir. Svo er bara um að gera að hafa sem fjölbreyttast úrval svo allir fái það sem þeim þykir gott.

Áttu gott grill-„tips“ handa okkur? Forðast langtímamarinerað kjöt, það vill oft verða ansi salt. Svo er lykillinn að krydda með reyk en það er einstaklega auðvelt á kolagrilli.

Elva Hrund Ágústsdóttir elva@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka