Fimm ástæður fyrir að sleppa morgunkaffinu

Hversu marga kaffibolla drekkur þú yfir daginn?
Hversu marga kaffibolla drekkur þú yfir daginn? mbl.is/Shutterstock

Ertu í hópi þeirra sem kom­ast ekki af í gegn­um dag­inn án þess að drekka einn til tvo kaffi­bolla, eða fleiri? Hér eru nokkr­ar ástæður fyr­ir því af hverju þú ætt­ir að sleppa kaffi­drykkj­unni.

Minnkaðu stressið
Kaffi get­ur virkað örv­andi á horm­óna lík­am­ans, sem get­ur aukið kvíða og stress. Eitt­hvað sem við þurf­um ekki á að halda.

Betri svefn                                                    
Slepp­ir þú kaffi­drykkju í það minnsta 6 tím­um fyr­ir svefn­inn, muntu sofa bet­ur. Þú munt líka eiga auðveld­ara með að sofna.

Heil­brigðari tenn­ur
Kaffi og te inni­held­ur koff­ín sem get­ur litað tenn­urn­ar, líkt og sýr­an í koff­índrykk­um (gosi) get­ur haft áhrif á gler­ung­inn á tönn­un­um.

Betri horm­ón­a­starf­semi
Koff­ín get­ur aukið estrogen magn kvenna. Rann­sókn frá ár­inu 2012 hef­ur leitt í ljós að tveir boll­ar af kaffi á dag leiddu til auk­ins estrogens í lík­am­an­um hjá asísk­um kon­um, en hjá hvít­um kon­um lækkaði estróg­anið lít­il­lega.

Víta­mín­magn lík­am­ans verður jafn­ara
Ef þú slepp­ir kaff­inu eru meiri lík­ur á að lík­am­inn vinni bet­ur úr nær­ing­ar­efn­um. Koff­ín get­ur nefni­lega haft áhrif á upp­töku lík­am­ans á calsíum, járni og B-víta­mín­um.

mbl.is/​Pant­her­media
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert