Fimm ástæður fyrir að sleppa morgunkaffinu

Hversu marga kaffibolla drekkur þú yfir daginn?
Hversu marga kaffibolla drekkur þú yfir daginn? mbl.is/Shutterstock

Ertu í hópi þeirra sem komast ekki af í gegnum daginn án þess að drekka einn til tvo kaffibolla, eða fleiri? Hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að sleppa kaffidrykkjunni.

Minnkaðu stressið
Kaffi getur virkað örvandi á hormóna líkamans, sem getur aukið kvíða og stress. Eitthvað sem við þurfum ekki á að halda.

Betri svefn                                                    
Sleppir þú kaffidrykkju í það minnsta 6 tímum fyrir svefninn, muntu sofa betur. Þú munt líka eiga auðveldara með að sofna.

Heilbrigðari tennur
Kaffi og te inniheldur koffín sem getur litað tennurnar, líkt og sýran í koffíndrykkum (gosi) getur haft áhrif á glerunginn á tönnunum.

Betri hormónastarfsemi
Koffín getur aukið estrogen magn kvenna. Rannsókn frá árinu 2012 hefur leitt í ljós að tveir bollar af kaffi á dag leiddu til aukins estrogens í líkamanum hjá asískum konum, en hjá hvítum konum lækkaði estróganið lítillega.

Vítamínmagn líkamans verður jafnara
Ef þú sleppir kaffinu eru meiri líkur á að líkaminn vinni betur úr næringarefnum. Koffín getur nefnilega haft áhrif á upptöku líkamans á calsíum, járni og B-vítamínum.

mbl.is/Panthermedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka