Ofnbakaður fiskur með grjónum og grænmeti

Fiskurréttur af bestu gerð með grjónum og grænmeti.
Fiskurréttur af bestu gerð með grjónum og grænmeti. mbl.is/Spisbedre.dk

Ofnbakaður fiskur á að vera á boðstólnum lágmark einu sinni í viku. Þessi réttur er tilvalinn mánudagsmatur, fljótlegur í framkvæmd og lystugur.

Ofnbakaður fiskur með grjónum og grænmeti

  • 300 g hrísgrjón
  • 500 g rauðspretta
  • 2 blaðlaukar
  • 1 fennel
  • 1 msk. smjör
  • Salt og pipar
  • 1 búnt ferskt dill
  • 1 sítróna
  • 2 msk. sætt sinnep
  • 2,5 dl matvinnslurjómi

Aðferð:

  1. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum og hitið ofninn á 200°.
  2. Rúllið rauðsprettuflökunum upp í litlar rúllur. Hreinsið blaðlaukinn og skerið í þunnar skífur. Hreinsið fennelið og skerið botninn frá og restina af fennelinu í þunnar skífur.
  3. Hitið pönnu með smjöri og steikið blaðlaukinn og fennelið léttilega í 2 mínútur.
  4. Dreyfið soðnum hrísgrjónum í botninn á smurðu eldföstu móti. Leggið blaðlaukinn, fennel og fiskinn ofan á hrísgrjónin. Kryddiðð með salti og pipar og dreyfið söxuðu dilli og fíntrifnum sítrónuberki yfir.
  5. Hrærið sinnepi og rjóma saman og hellið yfir allt saman. Kryddið með salti og pipar.
  6. Bakið í ofni í 20 mínútur og berið fram með góðu brauði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka