Ofnbakaður fiskur á að vera á boðstólnum lágmark einu sinni í viku. Þessi réttur er tilvalinn mánudagsmatur, fljótlegur í framkvæmd og lystugur.
Ofnbakaður fiskur með grjónum og grænmeti
- 300 g hrísgrjón
- 500 g rauðspretta
- 2 blaðlaukar
- 1 fennel
- 1 msk. smjör
- Salt og pipar
- 1 búnt ferskt dill
- 1 sítróna
- 2 msk. sætt sinnep
- 2,5 dl matvinnslurjómi
Aðferð:
- Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum og hitið ofninn á 200°.
- Rúllið rauðsprettuflökunum upp í litlar rúllur. Hreinsið blaðlaukinn og skerið í þunnar skífur. Hreinsið fennelið og skerið botninn frá og restina af fennelinu í þunnar skífur.
- Hitið pönnu með smjöri og steikið blaðlaukinn og fennelið léttilega í 2 mínútur.
- Dreyfið soðnum hrísgrjónum í botninn á smurðu eldföstu móti. Leggið blaðlaukinn, fennel og fiskinn ofan á hrísgrjónin. Kryddiðð með salti og pipar og dreyfið söxuðu dilli og fíntrifnum sítrónuberki yfir.
- Hrærið sinnepi og rjóma saman og hellið yfir allt saman. Kryddið með salti og pipar.
- Bakið í ofni í 20 mínútur og berið fram með góðu brauði.