Hamborgarinn sem mun breyta lífi þínu

mbl.is/Veganistur

Ert þú ein/​n af þeim sem hélst að þú viss­ir allt um ham­borg­ara? Að þú vær­ir búin að öðlast yf­ir­burðar þekk­ingu og kunn­áttu í mat­reiðslu þeirra. Að þú viss­ir upp á hár hvað ham­borg­ari væri? Þá skjátl­ast þér hrap­alega...

Þessi borg­ari er með þeim girni­legri sem sést hafa og er hann er veg­an. Það eru Veg­an­ist­urn­ar Helga María og Júlía Sif sem eiga heiður­inn að þess­um dýrðar­borg­ara en hann er gerður úr hakki frá Anamma sem þykir vera tíma­móta­hrá­efni.

„Í þetta skipti út­bjugg­um við góm­sæta ham­borg­arasósu með borg­ur­um og toppuðum þá einnig með bjór­steikt­um lauk sem er ekk­ert smá góður. Ham­borg­arasós­una ger­um við í hvert skipti sem við ger­um okk­ur borg­ara. Það tek­ur enga stund að út­búa hana og hún er dá­sam­leg. Við sett­um svo hvít­lauks­mæj­ónes á borg­ar­ann líka, en það var mest til að fá fal­lega mynd.“

Hamborgarinn sem mun breyta lífi þínu

Vista Prenta

Ham­borg­ar­inn sem mun breyta lífi þínu

Ham­borg­ar­ar 4 stykki

  • 440 gr formbar hakkið frá Anamma

  • 1 msk. lauk­duft

  • 1 msk. hvít­lauks­duft

  • 1-2 tsk. sojasósa

  • 1 tsk gróft sinn­ep eða dijon sinn­ep

  • 2 tsk kjöt og grill­krydd

  • salt og pip­ar

  • BBQ sósa til að pennsla yfir (má sleppa)

Aðferð:

  1. Takið hakkið úr frysti um það bil klukku­tíma áður en mat­reiða á borg­ar­ana.

  2. Setjið öll krydd­in út í þegar hakkið hef­ur aðeins fengið að þiðna.

  3. Mótið 4 buff út hakk­inu (sirka 110 gr hvert buff) og steikið eða grillið í nokkr­ar mín­út­ur á hvorri hlið.

  4. Pennslið með BBQ sósu áður en borg­ar­arn­ir eru mat­reidd­ir ef þið kjósið. Það er alls eng­in nauðsyn en okk­ur þykir það svaka­lega gott.

Ham­borg­arasósa

  • 1-1 1/​2 dl veg­an maj­ónes (keypt eða eft­ir upp­skrift hérna af blogg­inu)

  • 1/​2 dl tóm­atsósa

  • 1/​2 dl mjög smátt saxaðar súr­ar gúrk­ur

  • 1 tsk. papriku­duft

  • 1 tsk. hvít­lauks­duft

  • 1 tsk. lauk­duft

  • salt

Aðferð:

  1. Saxið súru gúrk­urn­ar mjög smátt.

  2. Hrærið öll­um hrá­efn­un­um sam­an í skál

Bjór­steikt­ur lauk­ur

  • 2 stór­ir lauk­ar

  • 1 msk. syk­ur

  • 1 msk. soyasósa

  • salt og pip­ar

  • 2-3 msk. bjór

Aðferð:

  1. Skerið lauk­ana í frek­ar þunn­ar sneiðar.

  2. steikið lauk­inn upp úr smá olíu þar til hann fer að brún­ast vel.

  3. Bætið salt og pip­ar, sykri og soyasósu og steikið í nokkr­ar mín­út­ur í viðbót.

  4. Bætið bjórn­um útí og steikið í góðar 5 til 10 mín­út­ur.

mbl.is/​Veg­an­ist­ur
mbl.is/​Veg­an­ist­ur
mbl.is/​Veg­an­ist­ur
mbl.is/​Veg­an­ist­ur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert