Svölustu strætóskýli í heimi

Hversu dásamleg eru þessi strætóskýli? Þetta er eins og melóna …
Hversu dásamleg eru þessi strætóskýli? Þetta er eins og melóna í laginu. mbl.is/@tuktabarbie

Í því stórmagnaða landi, Japan, má finna strætóskýli sem bragð er af. Við erum að tala um skýli í laginu eins og jarðarber, appaelsína, tómatur eða melóna svo eitthvað sé nefnt.

Í bænum Konagai í Nagasaki, voru reist 14 girnileg strætóskýli í laginu eins og ávextir. Upprunalega voru þau byggð fyrir sýningu í Osaka árið 1990 og vöktu heilmikla lukku og hafa verið í notkun síðan.

25 ár eru liðin og enn í dag eru skýlin jafn vinsæl á meðal ferðamanna. Enda einstaklega skemmtileg hugmynd sem mætti innleiða hér á landi og eflaust fá fleiri til að nota samgönguleiða með strætó.

mbl.is/@quintokyo
mbl.is/Pinterest
mbl.is/@koi_murasaki
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert