Yfirleitt eru stórar mublur eins og sófar og borð á sama stað og við ryksugum þar allt í kring. Ef þú ert með mottu eða teppi á heimilinu, þá kannastu við að djúp för myndast er þú færir húsgögnin til – en það er einfalt mál að græja það.
Eina sem þú þarft að gera er að leggja nokkra ísmola á þá staði sem eru pressaðir niður og bíður eftir að þeir bráðni. Vatnið mun fá þræðina til að draga í sig rakann. Eftir það ryksugar þú eins og vaninn er og „bletturinn“ er á bak og burt.