Geggjaðar kryddaðar brauðbollur

Nýbakaðar bollur eru það allra besta á morgunverðarborðið.
Nýbakaðar bollur eru það allra besta á morgunverðarborðið. mbl.is/Columbus Leth

Við get­um alltaf á okk­ur boll­um bætt. Þess­ar ylvolgu boll­ur eru al­veg ómiss­andi á morg­un­verðar­borðið, og það besta er að þú hnoðar deigið deg­in­um áður en þú bak­ar. Upp­skrift­in inni­held­ur sirka 15 boll­ur sem bakaðar eru í hring með fersku or­eg­anó kryddi.

Geggjaðar kryddaðar brauðboll­ur

Vista Prenta

Brauðbollu­hring­ur með or­eg­anó

  • 15 g ger
  • 3,5 dl vatn
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 1 tsk. syk­ur
  • 1,5 tsk. salt
  • 50 g heil­hveiti
  • 450 g hveiti
  • Hand­fylli ferskt or­eg­anó

Aðferð:

  1. Sáldrið ger­inu í vatnið og hrærið sam­an þar til gerið leys­ist upp. Bætið við olíu, sykri, salti og heil­hveit­inu. Bætið við hveit­inu smátt og smátt.
  2. Hnoðið vel í mat­vinnslu­vél í 5 mín­út­ur, þar til deigið leys­ir sig frá hliðunum. Setjið plast­filmu yfir skál­ina og látið deigið hef­ast yfir nótt inn í ís­skáp.
  3. Stráið hveiti á borðið og hnoðið ör­lítið upp úr deig­inu og formið í sirka 15 boll­ur.
  4. Setjið boll­urn­ar í smellu­form, 25 cm, klætt með bök­un­ar­papp­ír. Leggið rakt viska­stykki yfir boll­urn­ar og látið hef­ast í form­inu í 1 tíma.
  5. Hitið ofn­inn á 200°C. Penslið boll­urn­ar með olíu og stráið or­eg­anó yfir.
  6. Bakið boll­urn­ar í ofni í um 20 mín­út­ur eða þar til gyllt­ar og bakaðar í gegn.
  7. Látið boll­urn­ar kólna á rist og berið fram volg­ar með smjöri eða góðri ólífu­olíu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert