Ef það er eitthvað sem við fáum aldrei nóg af þá eru það litlir molar sem kæta bragðlaukana. Og það er akkúrat það sem þessir ferköntuðu hlaupkubbar eru – gleðibomba fyrir eitt af skynfærum líkamans.
Wally and Whiz heitir fyrirtækið og var stofnað árið 2015 af Kristian Them Hansen í lítilli íbúð í hjarta kaupmannahafnar. Kristian hefur alltaf haft mikinn áhuga á víngúmmí og langaði að búa til gæðalega útgáfu af slíku sjálfur. Boltinn byrjaði að rúlla og er Wally and Whiz nú selt í 30 löndum víðsvegar um heiminn.
Hér er eingöngu notast við ferskt og gott hráefni og mikið lagt upp úr náttúrulegum gæðum – enda talað um háþróaðasta víngúmmí í heiminum. Það er vegan, glútenlaust og laktósafrítt og hægt er að velja úr 9 náttúrulegum bragðtegundum. Engin aukaefni, ónáttúruleg litarefni og bragðefni. En þess má geta að jarðarberin sem notuð eru í framleiðsluna eru lífræn.
Þessir bragðgóða víngúmmí er fáanlegt í versluninni Epal og ekki skemmir fyrir hvað pakningarnar eru smekklegar.