Ógleymanlegur pastaréttur

Einfalt og gott er okkur að skapi.
Einfalt og gott er okkur að skapi. mbl.is/Frederikkewærens.dk

Hér ræðir um pasta­rétt sem fær þig til að gleyma stað og stund. Þú munt ekki hugsa um neitt annað en hvernig bragðlauk­arn­ir dansa í kring­um munn­vik­in í þess­um frá­bæra pasta­rétti.

Ógleymanlegur pastaréttur

Vista Prenta

Ógleym­an­leg­ur pasta­rétt­ur 

  • 1 stór lauk­ur
  • 2 stór hvít­lauksrif
  • 200 g svepp­ir, blandaðir
  • 400 g pasta, taglia­telle
  • Ferskt timí­an
  • 2 dl rjómi
  • 1 msk. rif­inn sítr­ónu­börk­ur
  • Múskat
  • Salt og pip­ar
  • 2 mozzar­ella kúl­ur

Aðferð:

  1. Skerið lauk­inn smátt, skerið svepp­ina í sneiðar og pressið hvít­lauk­inn. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um.
  2. Létt­steikið hvít­lauk, lauk og ferskt timí­an á pönnu með ólífu­olíu. Hækkið því næst hit­ann und­ir pönn­unni og steikið svepp­ina með þar til þeir hafa tekið góðan lit. Lækkið aft­ur und­ir og bætið rjóm­an­um út í ásamt rifn­um sítr­ónu­berki og smakkið til með múskati, salti og pip­ar. Látið sjóða í smá stund.
  3. Setjið 0,5 dl af pasta­vatn­inu út á pönn­una og hellið rest­inni af pasta­vatn­inu af. Setjið pastað út á pönn­una og blandið sam­an.
  4. Berið fram með fersk­um mozzar­ella, timí­an, sítr­ónu­berki, salti og pip­ar.
mbl.is/​Frederikk­ewær­ens.dk
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert