Grilluð flatbrauð að hætti Jamie Oliver

Girnileg flatbrauð með frábæru meðlæti klikkar aldrei.
Girnileg flatbrauð með frábæru meðlæti klikkar aldrei. mbl.is/Jamie Oliver

Hann klikkar hvorki á aðalréttinum né meðlætinu, sjónvarpskokkurinn frægi Jamie Oliver. Grilluð flatbrauð eru algjört lostæti sama hvort þau berð þau fram sem meðlæti eða sem léttan rétt.

Grilluð flatbrauð að hætti Jamie Oliver

  • 1 tsk cummin
  • 250 g heilhveiti
  • ¾ tsk lyftiduft
  • Ólífuolía
  • 350 g hrein jógúrt
  • 2 avocado
  • 75 g fetaostur / fetakubb
  • 1 tsk rose harissa

Aðferð:

  1. Ristið cummin léttilega á pönnu og setjið í skál.
  2. Bætið hveitinu út í, lyftidufti ásamt 250 g af jógúrtinu og hrærið saman.
  3. Setjið deigið á hveitistráð borðið og haldið áfram að hnoða deigið. Setjið í skál með röku viskastykki og leggið til hliðar.
  4. Skerið avocado í bita og setjið í skál. Setjið fetaost saman við og dreipið olíu yfir og kryddið eftir smekk.
  5. Takið fram aðra skál og blandið saman harissa við restina af jógúrtinni.
  6. Skiptið deiginu í 8 bita, og rúllið hverjum út í sporöskjulaga form (um 3 mm á þykktina).
  7. Hitið grillpönnu á háum hita (eða aðra pönnu) og grillið hvert og eitt brauð í 2-3 mínútur þar til það lyftist upp – munið að snúa.
  8. Þegar brauðin eru tilbúin er gott að pensla þau með ólífuolíu og bera fram með avocado salati ásamt harissa jógúrt.
„Nakti kokkurinn“ eins og Jamie Oliver var lengi kallaður.
„Nakti kokkurinn“ eins og Jamie Oliver var lengi kallaður. mbl.is/Jamie Oliver
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka