Grilluð flatbrauð að hætti Jamie Oliver

Girnileg flatbrauð með frábæru meðlæti klikkar aldrei.
Girnileg flatbrauð með frábæru meðlæti klikkar aldrei. mbl.is/Jamie Oliver

Hann klikk­ar hvorki á aðal­rétt­in­um né meðlæt­inu, sjón­varp­s­kokk­ur­inn frægi Jamie Oli­ver. Grilluð flat­brauð eru al­gjört lostæti sama hvort þau berð þau fram sem meðlæti eða sem létt­an rétt.

Grilluð flatbrauð að hætti Jamie Oliver

Vista Prenta

Grilluð flat­brauð að hætti Jamie Oli­ver

  • 1 tsk cumm­in
  • 250 g heil­hveiti
  • ¾ tsk lyfti­duft
  • Ólífu­olía
  • 350 g hrein jóg­úrt
  • 2 avoca­do
  • 75 g feta­ost­ur / fetakubb
  • 1 tsk rose harissa

Aðferð:

  1. Ristið cumm­in létti­lega á pönnu og setjið í skál.
  2. Bætið hveit­inu út í, lyfti­dufti ásamt 250 g af jóg­úrt­inu og hrærið sam­an.
  3. Setjið deigið á hveit­i­stráð borðið og haldið áfram að hnoða deigið. Setjið í skál með röku viska­stykki og leggið til hliðar.
  4. Skerið avoca­do í bita og setjið í skál. Setjið feta­ost sam­an við og dreipið olíu yfir og kryddið eft­ir smekk.
  5. Takið fram aðra skál og blandið sam­an harissa við rest­ina af jóg­úrt­inni.
  6. Skiptið deig­inu í 8 bita, og rúllið hverj­um út í sporöskju­laga form (um 3 mm á þykkt­ina).
  7. Hitið grillpönnu á háum hita (eða aðra pönnu) og grillið hvert og eitt brauð í 2-3 mín­út­ur þar til það lyft­ist upp – munið að snúa.
  8. Þegar brauðin eru til­bú­in er gott að pensla þau með ólífu­olíu og bera fram með avoca­do sal­ati ásamt harissa jóg­úrt.
„Nakti kokkurinn“ eins og Jamie Oliver var lengi kallaður.
„Nakti kokk­ur­inn“ eins og Jamie Oli­ver var lengi kallaður. mbl.is/​Jamie Oli­ver
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert