Gordon Ramsay á kafi í spennandi verkefni

Sjónvarpskokkurinn frægi mun sjást á skjánum í lok júlí í …
Sjónvarpskokkurinn frægi mun sjást á skjánum í lok júlí í nýjum þáttum sem kallast Gordon Ramsay - Uncharted. mbl.is/firstpost.com

Nýr sjónvarspsþáttur er á leiðinni með Gordon Ramsay í aðalhlutverki. Þættirnir bera nafnið Gordon Ramsay: Uncharted og verða frumsýndir síðari hluta júlí á sjónvarpsstöðinni National Geographic.

Hér mun Gordon ferðast víðs vegar um heiminn og heimsækja heimamenn sem kunna sitt fag hvað matargerð varðar. Fræðast um menningu, matargerð og hvað gerir matinn sérstakan í hverju landi fyrir sig. Hann mun einnig koma með sínar eigin útfærslur að „heimamat“, sem verður spennandi að fylgjast með. En Gordon mun m.a. heimsækja Perú, Marokkó, Hawaii, Alaska og Nýja-Sjáland svo eitthvað sé nefnt.

Í meðfylgjandi myndbandi HÉR má sjá Ramsay reyna fyrir sér en hann sagðist hafa lært meira á einni viku en hann hefur gert síðustu 10 árin.  

mbl.is/National Geographic
Skjáskot úr nýju þáttaröðinni.
Skjáskot úr nýju þáttaröðinni. mbl.is/natgeotv.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka