Grilluð bleikja að hætti meistarans

Jói grillar fyrir Grillblaðið
Jói grillar fyrir Grillblaðið Arnþór Birkisson
Jó­hann­es Jó­hann­es­son reiðir hér fram dá­sam­lega bleikju með krydd­blöndu sem er al­veg upp á tíu. Bleikj­an er bor­in fram í hjarta­sal­ati með ómót­stæðilegu lárperumauki, grilluðum maís og að sjálf­sögðu granatepl­um sem setja punkt­inn yfir i-ið.

Grilluð bleikja að hætti meistarans

Vista Prenta

Grilluð bleikja í hjarta­sal­ati með lárperumauki, grilluðum maís og granatepl­um

Krydd­blanda fyr­ir bleikju (rub)

Upp­skrift er fyr­ir 4
  • 1 msk. papriku­duft
  • 1 msk. kúmmín­duft
  • 1 tsk. kórí­and­er­duft
  • ½ tsk. chilli-duft
  • 1 tsk. hvít ses­am­fræ
  • 1 tsk. svört ses­am­fræ
  • 1 tsk. salt

Aðferð:

  1. Öllu blandað sam­an
  2. Tvö bleikju­flök (roðflétt og bein­hreinsuð)
  3. Kryddið bleikj­una með krydd­blönd­unni og grillið á mjög heitu grilli í ca 1 mín á hvorri hlið.

Lárperumauk

  • 2 stk. lárper­ur (þroskaðar)
  • safi úr 1 stk límónu
  • 2 msk. grísk jóg­úrt
  • 1 msk. ólífu­olía

Aðferð:

  1. Öllu blandað sam­an í skál og maukað með písk, smakkið til með salti
  2. Gott að setja saxaðan kórí­and­er (má sleppa)

Maís:

  • 1 stk fersk­ur maís
  • 1 stk granatepli
  • 2 haus­ar hjarta­sal­at
  • 1 box ferskt dill (má nota aðrar jurtir).
Aðferð:
  1. Grillið maís­inn og skerið baun­irn­ar af.
  2. Hreinsið fræ­in úr granatepl­inu.
  3. Takið sal­atið í sund­ur og skolið vel.
  4. Setjið lárperumauk í sal­at­lauf­in ásamt bleikju, maís og granatepla­fræj­um.
  5. Klárið með pilluðu dilli og smá ólífu­olíu.
Jói grillar fyrir Grillblaðið
Jói grill­ar fyr­ir Grill­blaðið Arnþór Birk­is­son
Jói grillar fyrir Grillblaðið
Jói grill­ar fyr­ir Grill­blaðið Arnþór Birk­is­son
Jói grillar fyrir Grillblaðið
Jói grill­ar fyr­ir Grill­blaðið Arnþór Birk­is­son
Jói grillar fyrir Grillblaðið
Jói grill­ar fyr­ir Grill­blaðið Arnþór Birk­is­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert