Jóhannes Jóhannesson reiðir hér fram dásamlega bleikju með kryddblöndu sem er alveg upp á tíu. Bleikjan er borin fram í hjartasalati með ómótstæðilegu lárperumauki, grilluðum maís og að sjálfsögðu granateplum sem setja punktinn yfir i-ið.
Grilluð bleikja að hætti meistarans
Grilluð bleikja í hjartasalati með lárperumauki, grilluðum maís og granateplum
Kryddblanda fyrir bleikju (rub)
Uppskrift er fyrir 4
- 1 msk. paprikuduft
- 1 msk. kúmmínduft
- 1 tsk. kóríanderduft
- ½ tsk. chilli-duft
- 1 tsk. hvít sesamfræ
- 1 tsk. svört sesamfræ
- 1 tsk. salt
Aðferð:
- Öllu blandað saman
- Tvö bleikjuflök (roðflétt og beinhreinsuð)
- Kryddið bleikjuna með kryddblöndunni og grillið á mjög heitu grilli í ca 1 mín á hvorri hlið.
Lárperumauk
- 2 stk. lárperur (þroskaðar)
- safi úr 1 stk límónu
- 2 msk. grísk jógúrt
- 1 msk. ólífuolía
Aðferð:
- Öllu blandað saman í skál og maukað með písk, smakkið til með salti
- Gott að setja saxaðan kóríander (má sleppa)
Maís:
- 1 stk ferskur maís
- 1 stk granatepli
- 2 hausar hjartasalat
- 1 box ferskt dill (má nota aðrar jurtir).
Aðferð:
- Grillið maísinn og skerið baunirnar af.
- Hreinsið fræin úr granateplinu.
- Takið salatið í sundur og skolið vel.
- Setjið lárperumauk í salatlaufin ásamt bleikju, maís og granateplafræjum.
- Klárið með pilluðu dilli og smá ólífuolíu.
Jói grillar fyrir Grillblaðið
Arnþór Birkisson
Jói grillar fyrir Grillblaðið
Arnþór Birkisson
Jói grillar fyrir Grillblaðið
Arnþór Birkisson
Jói grillar fyrir Grillblaðið
Arnþór Birkisson