Hummusinn sem þú getur ekki hætt að borða

Alveg geggjað góður hummus er hér á boðstólnum.
Alveg geggjað góður hummus er hér á boðstólnum. mbl.is/Thecookierookie.com

Það jafnast ekkert á við góðan hummus. Hentar með öðrum mat eða einn og sér á góðu kexi eða snakk-flögum. Þessi uppskrift þykir með þeim betri sem þú munt smakka og við mælum með að prófa.

Hummusinn sem þú getur ekki hætt að borða

  • 3 dósir af kjúklingabaunum
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 3-4 hvítlauksrif
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • 4-6 tsk. ferskur sítrónusafi
  • ⅔ bolli sesam tahini
  • ½ tsk. cummin
  • ⅛ tsk. rauðar piparflögur
  • Ólífuolía
  • Ristaðar furuhnetur
  • Söxuð steinselja
  • Grilluð eða sæt papríka

Aðferð:

  1. Setjið kjúklingabaunirnar í pott og hellið köldu vatni í pottinn þannig að það fljóti yfir baunirnar. Bætið lyftidufti út í og hrærið vel í. Hitið að suðu og „veiðið“ upp alla froðu sem myndast í pottinum. Setjið lok á pottinn og lækkið vel niður í hitanum. Látið malla í 30 mínútur eða þar til baunirnar eru orðnar mjúkar. Fjarlægið allt „baunahýði“ sem flýtur upp úr pottinum og endurtakið þar til mestallt hefur skilið sig að frá baununum.
  2. Setjið hvítlauksrif, salt og sítrónusafa í blandara og látið hann vinna þar til blandan verður að hálfgerðri „purré“. Setjið blönduna í litla skál og látið standa í 10 mínútur. Takið þá fram aðra skál og hellið blöndunni yfir í gegnum sigti og hendið öllu því sem ekki nær í gegnum sigtið. Hellið blöndunni aftur í blandarann.
  3. Bætið tahini, cummin og rauðum piparflögum út í blandarann og blandið saman. Bætið ¼ bolla af ísköldu vatni smátt og smátt og blandið saman þar til blandan verður mjúk og þykk (ekki of þykk).
  4. Setjið soðnu kjúklingabaunirnar út í og haldið áfram að hræra saman. Bætið við matskeið af vatni ef þörf er á. Látið blandarann vinna þar til útkoman verður kremkennd, létt í sér og mjúk.
  5. Kryddið ef þörf er á með salti, sítrónusafa eða cummin.
  6. Setjið hummusinn í litla skál eða disk og dreypið góðri ólífuolíu yfir ásamt ristuðum furuhnetum, smátt saxaðri steinselju og papriku.
  7. Hummusinn er fullkominn með litlu snakki eða góðu kexi.
mbl.is/Thecookierookie.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka