Það jafnast ekkert á við góðan hummus. Hentar með öðrum mat eða einn og sér á góðu kexi eða snakk-flögum. Þessi uppskrift þykir með þeim betri sem þú munt smakka og við mælum með að prófa.
Hummusinn sem þú getur ekki hætt að borða
- 3 dósir af kjúklingabaunum
- 2 tsk. lyftiduft
- 3-4 hvítlauksrif
- 1 tsk. sjávarsalt
- 4-6 tsk. ferskur sítrónusafi
- ⅔ bolli sesam tahini
- ½ tsk. cummin
- ⅛ tsk. rauðar piparflögur
- Ólífuolía
- Ristaðar furuhnetur
- Söxuð steinselja
- Grilluð eða sæt papríka
Aðferð:
- Setjið kjúklingabaunirnar í pott og hellið köldu vatni í pottinn þannig að það fljóti yfir baunirnar. Bætið lyftidufti út í og hrærið vel í. Hitið að suðu og „veiðið“ upp alla froðu sem myndast í pottinum. Setjið lok á pottinn og lækkið vel niður í hitanum. Látið malla í 30 mínútur eða þar til baunirnar eru orðnar mjúkar. Fjarlægið allt „baunahýði“ sem flýtur upp úr pottinum og endurtakið þar til mestallt hefur skilið sig að frá baununum.
- Setjið hvítlauksrif, salt og sítrónusafa í blandara og látið hann vinna þar til blandan verður að hálfgerðri „purré“. Setjið blönduna í litla skál og látið standa í 10 mínútur. Takið þá fram aðra skál og hellið blöndunni yfir í gegnum sigti og hendið öllu því sem ekki nær í gegnum sigtið. Hellið blöndunni aftur í blandarann.
- Bætið tahini, cummin og rauðum piparflögum út í blandarann og blandið saman. Bætið ¼ bolla af ísköldu vatni smátt og smátt og blandið saman þar til blandan verður mjúk og þykk (ekki of þykk).
- Setjið soðnu kjúklingabaunirnar út í og haldið áfram að hræra saman. Bætið við matskeið af vatni ef þörf er á. Látið blandarann vinna þar til útkoman verður kremkennd, létt í sér og mjúk.
- Kryddið ef þörf er á með salti, sítrónusafa eða cummin.
- Setjið hummusinn í litla skál eða disk og dreypið góðri ólífuolíu yfir ásamt ristuðum furuhnetum, smátt saxaðri steinselju og papriku.
- Hummusinn er fullkominn með litlu snakki eða góðu kexi.
mbl.is/Thecookierookie.com