Við erum að kynna alveg svakalega skemmtilega útgáfu af kjúklingarétti. Meðlætið er bæði eldað í ofni með kjúklingnum og einnig borið fram ferskt í skálum til hliðar. Hér eru sætar kartöflur, hrísgrjón, bananar og mango chutney að tala saman og útkoman er stórkostleg.
Kjúklingur með óvissumeðlæti
- 1 heill kjúklingur frá Ali, skorinn í bita (má einnig nota kjúklingalæri)
- 500 g sætar kartöflur
- 2 laukar
- 3 stór hvítlauksrif
- Ólífuolía
- 1 msk. karrý
- Salt og pipar
- 4 dl hrísgrjón
- ½ l kjúklingakraftur
- 1 dós kókosmjólk
Annað:
- 2 bananar
- Handfylli steinselja
- 1 dl rúsínur
- 1 dl ristaðar kókosflögur
- 1 dl mango chutney
Aðferð:
- Hitið ofninn í 200°C.
- Skerið kjúklinginn í 6-8 bita. Skerið laukinn gróflega og hvítlaukinn í þunnar skífur. Skrælið sætu kartöflurnar og skerið í litla teninga. Veltið lauk, hvítlauk og sætum kartöflum upp úr ólífuolíu, karrý, salti og pipar og leggið í eldfast mót. Setjið inn í ofn í 15 mínútur þar til laukarnir byrja að taka lit.
- Takið fatið úr ofninum og setjið hrísgrjónin yfir ásamt kjúklingakraftinum og kókosmjólkinni. Hrærið aðeins í.
- Saltið og piprið kjúklinginn og leggið efst í fatið. Bakið áfram í 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og hrísgrjónin tilbúin.
- Skerið bananana í skífur. Saxið steinseljuna. Setjið banana, steinselju, rúsínur, kókosflögur og mango chutney í litlar skálar og berið fram með kjúklingnum.
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...
Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl