Rabarbarabitar sem bráðna í munni

mbl.is/Ragna

Nú er rabarbar­inn víða orðinn til­bú­inn og því ekki úr vegi að gera sem mest úr hon­um í mat og drykk. Hér er upp­skrift frá Rögnu sem seg­ir að um sé að ræða nokkuð óvenju­lega út­gáfu af rabarbara­köku því í raun séu þetta bit­ar eða stykki. Séu þeir skorn­ir í litla bita geym­ist þeir vel í nokkra daga í lokuðu boxi sem ger­ir þetta að hinu full­komna úti­legu- eða sum­ar­bú­staðarsn­arli. Mat­ar­bloggið henn­ar Rögnu er hægt að nálg­ast HÉR.

Rabarbarabitar sem bráðna í munni

Vista Prenta

Rabarbara­bit­ar sem bráðna í munni

(pass­ar í 33x23x skúffu­köku­form) 
  • 130 gr hakkaðar möndl­ur (með hýði eða ekki)
  • 415 gr. hveiti
  • 1½ tsk. salt
  • 80 ml kalt vatn
  • 200 gr. syk­ur
  • 300 gr. smjör
  • 1 msk. vanillu­syk­ur (má sleppa ef hann er ekki til)
  • 500 gr. fínt skor­inn rabarbari (ca 1 l) - má vera meiri ef þið viljið.

Aðferð: 

-Ef þið eruð ekki með hakkaðar möndl­ur þá getið þið byrjað á að mala heil­ar möndl­ur í mat­vinnslu­vél­inni áður en þið byrjið á deig­inu. Ekki mala þær of fínt, þið viljið hafa bita í blönd­unni en ekki gera möndl­umjöl 

-Setjið hveiti og salt í mat­vinnslu­vél­ina, skerið kalt smjör ný­komið úr ís­skápn­um í bita og púlserið smjörið sam­an við hveiti­blönd­una þannig að það séu þó enn þá ein­hverj­ir smjör­bit­ar eft­ir

-Skiptið hveiti- og smjör­blönd­unni í tvennt til þess að gera svo tvenns kon­ar deig. 

<strong>Deig nr 1.: </​strong>

Setjið hana aft­ur í mat­vinnslu­vél­ina, bætið 80 ml af ís­köldu vatni út í í mjórri bunu og vinnið sam­an í deig. Takið deigið úr vél­inni, fletjið það út í þykk­an disk, pakkið inn í matarfilmu og setjið í 10-15 mín­út­ur inn í frysti. 

<strong>Deig nr 2. :</​strong>

Setjið sam­an við hana syk­ur, vanillu­syk­ur og möndl­ur og klípið sam­an þannig. 

-Skerið rabarbar­ann

-Setjið smjörpapp­ír í skúffu­köku­formið 

-Fletjið út deig nr 1 og leggið í botn­inn á form­inu.

-Dreifið rabarbar­an­um yfir 

-Deifið deigi nr 2. yfir rabarbar­ann (ég notaði ekki al­veg allt deigið) 

Setjið á næst neðstu hill­una í ofn­in­um í 55-60 mín­út­ur á 190°C 

Þegar bitarn­ir eru til­bún­ir, takið þá út úr ofn­in­um og færið úr form­inu og látið kólna á borði eða bretti. 

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is/​Ragna
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert