Svona kemstu í bikiníform á 14 dögum

Er sólarlandarferð fram undan og þú ætlaðir að vera komin …
Er sólarlandarferð fram undan og þú ætlaðir að vera komin í bikiníform fyrir mörgum mánuðum? mbl.is/Getty Images

Er stefn­an sett á strönd­ina og þú ert ekki kom­in í formið sem þú ætlaðir þér? Ef þú ert til­bú­in að fara „all-in“ þá skaltu lesa áfram.

14 dag­ar til stefnu
Fyrst af öllu, þá er besta ráðið að hreyfa sig. Og ef þú ert kom­in með far­seðil­inn í aðra hönd­ina og fríið bíður þín hand­an við hornið skaltu sleppa öllu sem heit­ir áfengi og sæl­gæti. Þú skalt einnig skera niður í brauði, hrís­grjón­um og pasta. En að sama skapi þarftu á kol­vetn­um að halda og því ráðlagt að borða ríku­lega af græn­meti, fiski, kjöti og jafn­vel skyri.

Slökktu á þorst­an­um með vatni og forðastu allt sem heit­ir djús og gos­drykk­ir. Og leggðu kaffi latte til hliðar um tíma. Einnig er mik­il­vægt að hugsa vel um svefn­inn og fá í það minnsta 7-8 tíma svefn á nóttu.

Það er auðvelt að svindla á sjálf­um sér, svo prófaðu að halda dag­bók um mataræðið og hreyf­ingu, og taktu eft­ir því hvernig þú munt horfa öðrum aug­um á það sem þú ert að gera.

10 dag­ar til stefnu
Reyndu að fá eins mikla hreyf­ingu og þú get­ur inn í dag­inn. Farðu allt fót­gang­andi eða á hjóli, taktu tröpp­urn­ar í staðinn fyr­ir lyft­una og skelltu þér í göngu­túr með vin­kon­un­um í staðinn fyr­ir að setj­ast inn á kaffi­hús. Á þess­ari stundu þýðir ekk­ert að slaka á í rækt­inni, farðu út úr þæg­ind­aramm­an­um og prófaðu eitt­hvað nýtt og taktu á því sem aldrei fyrr.

Borðaðu þrjár máltíðir yfir dag­inn og tvær milli­máltíðir en það gæti verið 2 gul­ræt­ur, paprikustriml­ar eða lít­il skyr.

1 vika til stefnu
Þú ert hálfnuð! Farðu á vigt­ina og tékkaðu hvort þú haf­ir misst ein­hver kíló og vertu með það hug­fast að meiri­hlut­inn gæti verið vökvi. Ekki verða fyr­ir von­brigðum þó að þú stand­ir í stað vik­una á eft­ir því þú get­ur enn misst nokkra senti­metra af mitt­is­mál­inu. Sér­stak­lega hald­ir þú áfram að vinna í sjálfri þér eft­ir þessa 14 daga.

Þú get­ur ekki ákveðið hvar þú vilt leggja fókus á að missa kíló. En þú get­ur að sjálf­sögðu sett fókus meira á t.d. mag­ann með því að gera auka maga- og rassæfing­ar ásamt arm­beyj­um í 15-20 mín­út­ur á hverj­um morgni eða á kvöld­in.

Mataræðið þarf ekki að vera leiðin­legt þó að það sé hollt. Prófaðu að grilla t.d. kúr­bít með ýms­um kryd­d­jurt­um eða rista blóm­kál í ofni.

5 dag­ar til stefnu
Ef þú hef­ur verið að mæta á æf­ing­ar ann­an hvern dag til þessa er tími til að setja allt í ann­an gír. Nú er tím­inn til að mæta alla daga fram að fríi. Sjáðu bara til þess að æf­ing­arn­ar séu að taka á öll­um stöðum lík­am­ans, þá sér­stak­lega fitu­brennsluæf­ing­ar og styrktaræf­ing­ar. Nú er það svit­inn sem skipt­ir máli.

Farðu yfir mat­ar­dag­bók­ina þína og skoðaðu skammt­ana þína. Ertu að borða þar til þú verður södd eða þar til þú finn­ur ekki leng­ur fyr­ir hungri? Það tek­ur um 20 mín­út­ur fyr­ir kropp­inn að melta hvort þú sért orðin södd eða ekki. Munið líka að of mikið salt í mat mun binda vatn í kroppn­um.

1 dag­ur til stefnu
Það er síðasti séns! Ef þú hef­ur verið að borða hæfi­lega skammta til þessa ertu í góðum mál­um. Haltu áfram að borða græn­meti, kjöt og skyr þenn­an síðasta dag. Taktu eina góða æf­ingu og þú munt þakka þér fyr­ir það.

Á strönd­inni
Reyndu að halda þig frá snakki, ís og rósa­víni – það inni­held­ur mikið af hita­ein­ing­um og bind­ur vökva í lík­am­an­um. Borðaðu nær­ing­ar­rík­an morg­un­mat og taktu með þér sal­at og vatns­flösku á strönd­ina. Haltu þig samt frá ice­berg, gúrku og tómöt­um  þar sem það mett­ir mag­ann ekki það mikið. Vertu virk á strönd­inni og svamlaðu í sjón­um, skelltu þér jafn­vel í strand-tenn­is eða blak.  

Skelltu þér í blak á ströndinni og njóttu þín.
Skelltu þér í blak á strönd­inni og njóttu þín. mbl.is/​resi­dencedoma­so.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert