Mascarpone tortellini með tómat og spínati

mbl.is/Gott í matinn

Hér er á ferðinni lauflétt og fljót­leg pasta upp­skrift sem er í miklu upp­á­haldi hjá Helenu Gunn­ars­dótt­ur mat­gæðingi hjá gottimat­inn.is. Upp­skrift­inni er hægt að breyta og bæta eft­ir eig­in höfði en það er frá­bært að nota Mascarpo­ne ost­inn í mat­ar­gerð. Hann gef­ur dá­sam­legt rjóma­bragð á móti skarpri tóm­atsós­unni og bak­ast skemmti­lega í ofn­in­um. Þessa er upp­lagt að skella í þegar grill­inu er leyft að hvíla. Fljót­leg­ur og sum­ar­leg­ur nota­leg­heita­mat­ur!

Mascarpone tortellini með tómat og spínati

Vista Prenta

Mascarpo­ne tortell­ini með tóm­at og spínati

  • 500 g ferskt eða þurrkað tortell­ini pasta
  • 1 stk. lauk­ur, smátt saxaður
  • 2 stk. hvít­lauksrif, smátt söxuð
  • 2 msk. smjör
  • 200 g ferskt spínat, saxað
  • 2 dós­ir hakkaðir tóm­at­ar
  • 1 msk. tóm­at­pa­ste
  • 1 tsk. græn­metiskraft­ur eða græn­metisten­ing­ur
  • Salt og pip­ar
  • 150 g ís­lensk­ur Mascarpo­ne rjóma­ost­ur
  • Ein fersk Mozzar­ella kúla
  • Rif­inn par­mes­an ost­ur eft­ir smekk

Aðferð:

1. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um. Sigtið vatnið frá og setjið pastað til hliðar.

2. Steikið lauk­inn og hvít­lauk­inn í smjör­inu þar til mýk­ist. Setjið spínatið á pönn­una og steikið aðeins áfram.

3. Hellið tómöt­um og tóm­at­pa­ste á pönn­una ásamt græn­metiskrafti. Látið malla í fimm mínut­ur og smakkið til með salti og pip­ar.

4. Hitið grill í ofni við háan hita. Setjið pastað sam­an við sós­una og blandið sam­an. Setjið litl­ar dopp­ur af Mascarpo­ne osti með te­skeið ofan á pastað ásamt Mozzar­ella í litl­um bit­um og toppið með rifn­um par­mes­an.

5. Setjið í eld­fast mót ef pann­an þolir ekki ofn. Bakið und­ir grilli við háan hita þar til ost­ur­inn er gull­in­brúnn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert