Kaffi-marengs með ís í boði Nicolas Vahé

Þessi bomba er ómissandi með kaffinu.
Þessi bomba er ómissandi með kaffinu. mbl.is/Nicolas Vahé - Ísland

Sæl­kera­vör­urn­ar frá Nicolas Vahé eru hreint út sagt ómót­stæðileg­ar. Oft­ar en ekki birt­ast upp­skrift­ir á sam­fé­lags­miðlun­um sem erfitt er að líta fram­hjá. En þessi bomba er með þeim girni­legri sem við höf­um séð. Það er kom­in kaffi mar­engs ís-terta á borðið – verði ykk­ur að góðu.

Kaffi-mar­engs með ís í boði Nicolas Vahé

Vista Prenta

Kaffi-mar­engs með ís í boði Nicolas Vahé

  • 7 eggja­hvít­ur
  • 250 gr syk­ur
  • ½ tsk. lyfti­duft
  • 1 tsk. Nicholas Vahé kaffi (mjög sterkt)
  • 2 ís­doll­ur Haagen Dazs vanilla
  • 14 tsk möndl­ur saxaðar
  • 2½ tsk Nicolas Vahé malað kaffi
  • Nicolas Vahé sjáv­ar­salt
  • 1 plata Síríus 70% súkkulaði, saxað

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 200°C.
  2. Stífþeytið eggja­hvít­ur, syk­ur og bætið síðan lyfti­dufti út í.
  3. Klæðið tvær bök­un­ar­plöt­ur með bök­un­ar­papp­ír og mótið 2 hringi með mar­engs­in­um.
  4. Dreifið ½ tsk af sterku kaffi yfir sitt­hvorn mar­engs­inn og setjið inn í ofn og lækkið niður í 115°C og bakið í 60 mín­út­ur.
  5. Setjið ís í hræri­vél og bætið súkkulaðinu út í, möndl­um og kaffi. Hrærið sam­an í um hálfa mín­útu. Smyrjið ískrem­inu ofan á ann­an mar­engs­botn­inn og dreifið smá­veig­is af sjáv­ar­salti yfir. Leggið seinni botn­inn ofan á og berið fram með rjúk­andi heit­um  kaffi­bolla.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert