Það er ekki að ástæðulausu sem bananar standa oft í eldhúsinu. Þeir eru ríkir af kalsíum og öðrum næringarefnum og svo eru þeir nytsamir í svo margt annað en bara matargerð.
Skópússun
Þarftu að pússa skóna þína? Ekkert mál ef þú átt banana á heimilinu. Borðaðu bananann og notaðu svo innri hliðina af hýðinu til að pússa skóna þína eða jafnvel skartgripina. Þurrkaðu svo yfir með þurrum klút og allt mun skína á ný.
Pottablómin
Notaðu bananahýði til að þurrka af blómunum þínum og blöðin munu verða fagurgræn á ný.
Vörtur
Ertu með vörtu á líkamanum? Stappaðu banana í skál og smyrðu á vörtuna. Kalsíummagnið í banananum sem hjálpar þér við að losna við vandamálið.
Andlitsmaski
Með bananaandlitsmaska færðu glóandi húð á augabragði. Eina sem til þarf er:
Stappið bananann í skál með gafli og sjáið til þess að það séu ekki neinir klumpar. Bætið því næst eggjarauðunni og möndluolíunni og blandið vel saman. Byrjaðu á því að þvo þér í framan og þurrkaðu andlitið vel. Berðu maskann á þig og láttu sitja í 20 mínútur. Þvoðu þér upp úr köldu vatni og þurrkaðu þér vel.
Hvítar tennur
Þó að bananar séu gulir geta þeir hjálpað til við að gera tennurnar hvítar. Nuddaðu innan úr hýðinu á tennurnar á hverjum degi í 2-3 mínútur. Eftir nokkrar vikur eða mánuð muntu sjá muninn.