Það er ótrúlega þægilegt og sniðugt að nota pítubrauð í pizzagerð. Hér eru brauðin skorin til helminga og eru hæfilega stór, og þá sérstaklega fyrir litla fingur. Það er upplagt að útbúa litlar pítu-pizzur fyrir næsta barnaafmæli og setja þá annarskonar hráefni ofan á – eða jafnvel leyfa krökkunum að setja á sína pizzu sjálf.
Pítu-pizza með pestó og þistilhjörtum
- 6 pítubrauð
- 140 g grænt pestó
- 2 mozzarellakúlur
- 1 kúrbít
- 190 g þistilhjörtu
- 50 g rucola
Aðferð:
- Hitið ofninn á 175°C.
- Skerið pítubrauðin í sundur þannig að þú ert komin með 2 helminga úr einu brauði. Leggið brauðin á bökunarpappír á bökunarplötu – látið ynnri hliðina snúa upp.
- Smyrjið brauðin með pestó. Dreyfið mozzarella yfir.
- Skerið kúrbítinn í þunnar sneiðar með kartöfluskrælara. Dreifið kúrbít og þistilhjörtum á pizzurnar.
- Bakið í ofni í 15 mínútur eða þar til osturinn hefur tekið smá lit.
- Toppið með rucola og berið strax fram.