Smápítsa sem slær í gegn

Pítu pítsur eru algjör snilld í matinn.
Pítu pítsur eru algjör snilld í matinn. mbl.is/Winnie Methmann

Það er ótrú­lega þægi­legt og sniðugt að nota pítu­brauð í pizza­gerð. Hér eru brauðin skor­in til helm­inga og eru hæfi­lega stór, og þá sér­stak­lega fyr­ir litla fing­ur. Það er upp­lagt að út­búa litl­ar pítu-pizz­ur fyr­ir næsta barna­af­mæli og setja þá ann­ars­kon­ar hrá­efni ofan á – eða jafn­vel leyfa krökk­un­um að setja á sína pizzu sjálf.

Smápítsa sem slær í gegn

Vista Prenta

Pítu-pizza með pestó og þistil­hjört­um

  • 6 pítu­brauð
  • 140 g grænt pestó
  • 2 mozzar­ella­kúl­ur
  • 1 kúr­bít
  • 190 g þistil­hjörtu
  • 50 g rucola

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á 175°C.
  2. Skerið pítu­brauðin í sund­ur þannig að þú ert kom­in með 2 helm­inga úr einu brauði. Leggið brauðin á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu – látið ynnri hliðina snúa upp.
  3. Smyrjið brauðin með pestó. Dreyfið mozzar­ella yfir.
  4. Skerið kúr­bít­inn í þunn­ar sneiðar með kart­öflu­skræl­ara. Dreifið kúr­bít og þistil­hjört­um á pizzurn­ar.
  5. Bakið í ofni í 15 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn hef­ur tekið smá lit.
  6. Toppið með rucola og berið strax fram.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert