Allir geta gert egg benedict

Njóttu þess að vera kokkur í þínu eigin eldhúsi með …
Njóttu þess að vera kokkur í þínu eigin eldhúsi með stórkostlegum morgunverði sem þessum. mbl.is/Yuppiechef.com

Ein aðalástæðan fyr­ir ást okk­ar á góðum bröns eru hin full­komnu hleyptu egg sem fólk raðar fyrst á disk­inn sinn. Sum­um finnst umstangið í kring­um vinn­una við egg­in vera heil al­gebra að fara í gegn­um heima fyr­ir, sem það er þó ekki, því all­ir geta gert egg benedict – líka þú.

Hér er upp­skrift að dýr­ind­is morg­un­verði sem þú ætt­ir að prófa við fyrsta tæki­færi.

Allir geta gert egg benedict

Vista Prenta

All­ir geta gert egg benedict

  • 1 msk. edik (má líka nota sítr­ónusafa)
  • 4 stór egg
  • 4 góðar brauðsneiðar eða croiss­ant
  • 4 sneiðar af góðri skinku
  • Spínat eða asp­as

Sósa:

  • 4 eggj­ar­auður
  • 250 g kalt smjör, skorið í bita
  • Safi úr ¼ sítr­ónu

Aðferð:

  1. Setjið vatn í pott (þannig að það fylli helm­ing­inn) og stillið hell­una á meðal hita. Þegar vatnið byrj­ar að sjóða, lækkið þá und­ir og bætið ed­iki út í vatnið.
  2. Brjótið eitt egg í litla skál og byrjið að búa til hvirf­il í vatn­inu í pott­in­um með sleif. Hellið egg­inu út í miðjuna á hvirfl­in­um og leyfið vatn­inu að snúa því í hringi. Sirka 2-3 mín­út­ur fyr­ir lin­soðið egg og 4-5 mín­út­ur fyr­ir miðlungs- eða harðsoðið egg.
  3. Náið egg­inu upp með sleif eða öðru sem leyf­ir vatn­inu að leka af. Og end­ur­taktu með hin egg­in.
  4. Ristaðu brauðið, pönnu­kök­urn­ar eða það sem þú ætl­ar að bera fram.
  5. Legðu skink­una á brauðið og spínatið. Toppið með eggi og sósu.
  6. Berið fram með asp­as eða græn­um baun­um ef vill.  

Sósa:

  1. Setjið eggj­ar­auðurn­ar í pott ásamt smjöri og 2 msk. af vatni. Kveikið und­ir hit­an­um og byrjið að píska. Smjörið mun bráðna þegar sós­an byrj­ar að hitna. Passið bara að það byrji ekki að sjóða og því þarf að standa yfir sós­unni á meðan þú hrær­ir í.
  2. Þegar smjörið hef­ur bráðnað má lækka aðeins und­ir hit­an­um og halda áfram að píska þar til sós­an hef­ur þykknað.
  3. Bætið þá við sítr­ónusafa og saltið og piprið eft­ir smekk.
Hér er notast við snilldargræju til að ná egginu upp …
Hér er not­ast við snilld­argræju til að ná egg­inu upp úr pott­in­um. mbl.is/​Yuppiechef.com
mbl.is/​Yuppiechef.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka