Svalandi jarðarberja mojito

Svalandi mojito með jarðarberjum hentar við öll tilefni þar sem …
Svalandi mojito með jarðarberjum hentar við öll tilefni þar sem gera á vel við sig. mbl.is/alt.dk

Þessi fell­ur seint úr gildi, hvor sem um ræðir su­mar­kvöld eða huggu­lega stund á öðrum tíma árs­ins. Jarðarberja mojito er fersk­ur og slær alltaf í gegn. Hér má einnig sleppa romm­inu og út­búa áfeng­is­laus­an drykk sem hent­ar fyr­ir yngri kyn­slóðina.

Svalandi jarðarberja mojito

Vista Prenta

Svalandi jarðarberja mojito

  • ½ lime, skor­in í báta
  • 2 jarðarber, skor­in í fernt
  • 5 myntu­lauf
  • 1 tsk. hrá­syk­ur
  • 6 cl ljóst romm
  • Klaki
  • Sóda­vatn
  • Rör

Aðferð:

  1. Setjið lime, jarðarber, myntu og syk­ur í viskíglas og merjið sam­an (t.d. með skaft­inu á sleif ef þú ert ekki með réttu græj­urn­ar).
  2. Setjið romm og klaka út í og fyllið upp með sóda­vatni.
  3. Skreytið með myntu­lauf­um, jarðarberj­um og röri.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert