Svona poppar Gwyneth Palthrow um helgar

Heimagert poppkorn úr smiðju leikkonunnar Gwyneth Paltrow.
Heimagert poppkorn úr smiðju leikkonunnar Gwyneth Paltrow. mbl.is/goop.com

Þessi upp­skrift kem­ur úr eld­hús­inu hjá leik­kon­unni Gwyneth Paltrow en hún held­ur úti frá­bærri síðu er nefn­ist Goop. Hér er not­ast við nut­riti­onal ye­ast sem þykir vera vel heppnað hrá­efni í þess­ari upp­skrift að poppi - og er vin­sælt að gera á kós­í­kvöld­um yfir góðri bíó­mynd.

Svona poppar Gwyneth Palthrow um helgar

Vista Prenta

Heima­gert veg­an osta­popp

  • 1 msk. + ¼ bolli sól­blóma­ol­ía
  • ½ boli „non-GMO“ popp­maís
  • 3 msk. nut­riti­onal ye­ast
  • ¾ tsk. salt

Aðferð:

  1. Hitið 1 msk. af olíu í stór­um potti á meðal hita.
  2. Setjið tvær baun­ir út í pott­inn til að kanna hit­ann (munið að setja lokið á pott­inn). Ef maís­inn popp­ast þá er olí­an til­bú­in.
  3. Setjið rest­ina af maís­in­um út í pott­inn og hafið lokið ská­hallt á pott­in­um, ekki al­veg lokað. Hristið pott­inn með sirka 30 sek­úndna milli­bili eða þar til all­ur maís­inn hef­ur sprungið út (þú heyr­ir hvenær það fer að vera lengra á milli. Setjið lokið al­veg á pott­inn og slökkvið á hit­an­um.
  4. Setjið poppið á bök­un­ar­papp­ír og dreypið ol­í­unni yfir og hristið aðeins í popp­inu. Dreifið nut­riti­onal ye­ast og salti yfir allt sam­an og hristið aft­ur vel sam­an.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert