Ekki henda tannburstanum - svona getur þú nýtt hann

Geymdu gamla tannbursta og notaðu til þrifa á heimilinu.
Geymdu gamla tannbursta og notaðu til þrifa á heimilinu. mbl.is/dentalsolutionsalgodones.com

Það eru ef­laust nokkr­ir staðir á heim­il­inu sem þú hef­ur ekki hugsað út í að þrífa. Staðir sem eiga það til að gleym­ast því þeir láta lítið fyr­ir sér fara. Hér koma nokkr­ar hug­mynd­ir um hvar og hvernig þú get­ur notað litla tryl­li­tækið, tann­burst­ann, og heim­ilið mun þakka þér fyr­ir.

Þéttilist­inn á ís­skápn­um
List­an­um sem um­lyk­ur ís­skáps­h­urðina get­ur reynst erfitt að ná hrein­um. En ef þú sveifl­ar tann­burst­an­um þar á milli mun það vera ekk­ert mál og taka stutt­an tíma í fram­kvæmd.

Kant­ur­inn við vaskinn
Við leggj­um það á okk­ur að gera vaskinn hrein­an en Það verður að segj­ast að við oft­ar en ekki gleym­um kant­in­um sem ligg­ur utan um vaskinn. Alls kyns mat­ar­leif­ar og kusk á það til að fest­ast þarna á milli sem erfitt er að ná til, en tann­burst­inn mun leysa þann vanda á auga­bragði.

Inn­stung­ur
Enn einn staður­inn þar sem við erum ekki að fara mikið yfir með tusk­una eru inn­stung­ur og slökkvar­arn­ir á heim­il­inu.

Ofn­inn
Hita­stýr­inn eða það sem við snú­um til að hækka og lækka í ofn­un­um heima fyr­ir eru gott dæmi um stað sem þarf að þrífa. Þar á skít­ur­inn og rykið til að fest­ast á milli sem nán­ast ómögu­legt er að þrífa.

Far­tölv­an
Ein góð regla er að borða ekki á meðan þú vinn­ur á tölv­una þína. Þú hef­ur ef­laust orðið vitni að því þegar mylsn­urn­ar detta inn á milli bók­staf­anna á takka­borðinu. Notaðu tann­burst­ann til að þrífa yf­ir­borðið á tölv­unni þinni og prófaðu að sleppa því næst að mumsa yfir vinn­unni.

Gluggakarm­ar
Líkt og með ís­skápskarma þá eru glugga- og hurðarkarm­ar í sama flokki. Hér geta litl­ar köngu­lær verið kramd­ar á milli eða ein­fald­lega ryk frá göt­un­um búið að setj­ast að.

Niður­fall
Tann­burst­inn er töfra­tæki þegar kem­ur að því að þrífa litlu staðina í kring­um kran­ann á baðher­berg­inu og niður­fallið.

Kló­settið
Það er ým­is­legt í felu­leik í póstu­líns­skál­inni, sér­stak­lega uppi und­ir kant­in­um sem við aldrei sjá­um eða náum til. Notaðu tann­burst­ann til að kom­ast þarna að.

Skart­grip­ir
Þú get­ur frískað upp á skart­grip­ina þína með smá hreinsi­efni og mjúk­um tann­bursta sem mun gera skartið eins og nýtt.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Tannburstinn er fullkominn til að þrífa flísafúgurnar.
Tann­burst­inn er full­kom­inn til að þrífa flísafúg­urn­ar. mbl.is/​whiteaway.dk
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert