Rababarasultan sem þykir sú besta

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Nú er rabarbarinn að verða fullþroska ansi víða og uppskera hafinn. Því er ekki úr vegi að birta uppskrift að sultu sem þykir svo frábær að menn hafa ýmsu fórnað fyrir þessa uppskrift - eins einföld og hún er. 

Það er meistari Berglind Hreiðarsdóttir á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari snilld - eða öllu heldur móðir hennar og við þökkum henni hérmeð kærlega fyrir. 

Rabbabarasultan hennar mömmu

  • 1 kg af niðurskornum rabbabara
  • 800 g sykur

Aðferð:

  1. Sett saman í pott og suðan látin koma upp, þá er lækkað vel í hitanum og sultan soðin saman í 3-4 klst á vægum hita.
  2. Mikilvægt er að hræra reglulega í sultunni og með því að sjóða hana þetta lengi verður hún þykk og dökk.
  3. Þessi uppskrift myndi gefa í kringum 3 krukkur af sultu en mamma er vön að gera úr 5 kg af rabbabara í um 15 krukkur svo þið getið leikið ykkur  með magnið eftir þörfum.
  4. Látið sultuna kólna aðeins í pottinum áður en hún er færð yfir á krukkur og síðan er mikilvægt að loka ekki krukkunum fyrr en hún er orðin alveg köld.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka