Kjúklingaspjót með hnetusósu

Kjúklingaspjót með brjálæðislegri dressingu eru komin á borðið.
Kjúklingaspjót með brjálæðislegri dressingu eru komin á borðið. mbl.is/Damndelicious.net

Þessi kjúklingaspjót eru alveg geggjuð og veisla fyrir bragðlaukana. Í raun er sósan sem fylgir með enn betri og í raun myndi það ekki skipta máli hvort ykkur þætti kjúklingurinn góður (sem hann er) eða ekki þar sem sósan er algjör himnasending. 

Kjúklingaspjót með hnetusósu

  • ¼ bolli kókosmjólk
  • 2 msk. Kikkoman sojasósa
  • 2,5 tsk. karrý
  • 1,5 tsk. turmerik
  • 3 hvítlauksrif, marin
  • 1 msk. nýrifið engifer
  • 1 msk. púðursykur
  • 1 msk. fiskisósa
  • 1 kg úrbeinuð kjúklingalæri frá Ali, skorin í 3 sm bita
  • 1 msk. canola olía
  • sjávarsalt og pipar

Hnetusósa:

  • 3 msk. hnetusmjör
  • 1 msk. sojasósa
  • 1 msk. lime safi
  • 2 tsk. púðursykur
  • 2 tsk. chili hvítlauks sósa, eða meira eftir smekk
  • 1 tsk. nýrifið engifer

Hnetusósa:

  1. Pískið saman hnetusmjöri, sojasósu, lime safa, púðursykri, chili hvítlaukssósu og engifer. Bætið við 2-3 msk af vatni eða þar til sósan er orðin eins og þú vilt hafa hana.

 Aðferð:

  1. Í stórri skál, blandið saman kókosmjólk, sojasósu, karrý, turmerik, hvítlauk, engifer, púðursykri og fiskisósu. Setjið kjúklinginn í skálina og veltið upp úr marineringunni og látið standa í 2 tíma eða yfir nótt. Það má gjarnan velta kjúklingnum upp úr marineringunni annað slagið.
  2. Látið marineringuna leka af kjúklingnum.
  3. Hitið grill á meðal hita og þræðið kjúklinginn upp á pinna. Penslið með canola olíu og saltið og piprið.
mbl.is/Damndelicious.net
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka