Segir mittið mataræðinu að þakka

Kim Kardashian þakkar vegan fæðu fyrir mjótt mittismál.
Kim Kardashian þakkar vegan fæðu fyrir mjótt mittismál. mbl.is/Angela Weiss

Eins ást­sæl­asta sam­fé­lags­miðlastjarna heims sem all­ir elska að tala um, sást nú á dög­un­um með mitt­is­stærð á við lít­inn krakka. Við erum að tala um hina einu sönnu Kim Kar­dashi­an.

Kim sagði í viðtali fyr­ir um ári síðan að mitt­is­mál henn­ar væri ekki nema 24 tomm­ur eða um 60 cm og eins og greini­lega má sjá á meðfylgj­andi mynd­um gæti það verið nú enn minna.

Vin­kona Kim Kar­dashi­an var á spjalli við hana nú á dög­un­um og tók upp sam­tal þeirra á milli þar sem hún spyr hvernig það sé mögu­leiki á að vera með svona mjótt mitti og hvort hún hafi fjar­lægt rif­bein til að líta svona út. En gyðjan hlær að þess­um at­huga­semd­um og vin­kona henn­ar held­ur áfram að pressa á hana -  spyr aft­ur hvort hún hafi fjar­lægt rif­bein. En þá svar­ar Kim, og seg­ist þakka veg­an mataræði fyr­ir út­lit sitt í dag, veg­an fæða er greini­lega að hjálpa til við út­litið.

Eins frá­bært og veg­an matræði er í alla staði þá er ekki hægt að þakka því ör­smátt mitti enda viður­kenndi Kim frá því skömmu síðar að mittið hefði verið reyrt niður eft­ir kúnst­ar­inn­ar regl­um og að hún hefði aldrei upp­lifað ann­an eins sárs­auka. Veg­an mataræðið er því hér með sýknað af þeirri ásök­un að vera mitt­is­mjókk­andi enda slíkt fæði ekki til.

Eins og sjá má er gyðjan ekki stór um sig …
Eins og sjá má er gyðjan ekki stór um sig miðja. mbl.is/​Tayl­or Hill / Getty Ima­ges
mbl.is/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert