Súkkulaðikakan sem Albert segir himneska

mbl.is/Albert Eiríksson

Sumt í þessu lífi er frem­ur ein­falt. Eins og þegar Al­bert Ei­ríks­son lýs­ir því yfir að kaka sér him­nesk þá vit­um við að þetta er kaka sem vert er að prófa. 

Upp­skrift­in, sem kem­ur frá Sig­nýju Jónu Hall­gríms­dótt­ur, birt­ist í dag­blaði fyr­ir nokkr­um árum og er, að sögn Al­berts, al­gjör­lega skot­held og slær alltaf í gegn.

Mat­ar­bloggið hans Al­berts er hægt að nálg­ast HÉR.

Súkkulaðikakan sem Albert segir himneska

Vista Prenta

Him­nesk súkkulaðikaka

  • 1 dl sterkt lagað kaffi
  • 100 g hrá­syk­ur
  • 100 g syk­ur
  • 200 g smjör
  • 300 g suðusúkkulaði í bit­um (má vera 70%)
  • 4 egg
  • 1 dl hveiti

Setjið kaffið í pott og hitið aðeins. Blandið sykri, súkkulaði og smjöri sam­an við og bræðið allt sam­an á væg­um hita þannig að bland­ist vel.
Hrærið eggj­um vel sam­an við blönd­una. Að síðustu er hveitið sett út í.
Klæðið laus­botna köku­form (u.þ.b. 22 cm í þver­mál) með bök­un­ar­papp­ír. Hellið blöndu í formið og bakið kök­una í um það bil 1 klst. við 170°C.
Kak­an er frek­ar blaut í sér og bæði góð volg sem köld. Gott er að bera ávexti og þeytt­an rjóma fram með henni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert