Svalasta hótelrými í heimi

Ísframleiðandinn opnar hótelrými sem er eitt fyrsta sinnar tegundar.
Ísframleiðandinn opnar hótelrými sem er eitt fyrsta sinnar tegundar. mbl.is/Instagram_HaloTop

Hér um ræðir eitt sval­asta hót­el­rými sem hugs­ast get­ur og það í orðsins fyllstu merk­ingu.

Í sam­starfi við QT Qeen­stown skíðahót­elið sem staðsett er í ölp­un­um á Nýja Sjálandi, mun hinn vin­sæli lág-kol­vetna ís­fram­leiðandi Halo Top opna fyrsta skíðahót­el­her­bergi heims þar sem þemað er ís.

Her­bergið mun vera með ísþema frá toppi til táar og fryst­ir er inn á her­berg­inu sem geym­ir all­an þann Halo Top ís sem þig dreym­ir um. Og sem gest­ur, nýt­ur þú líka ann­ara fríðinda. Morg­un­verður er innifal­inn í verði og þú færð aðgang að svo­kölluðum „Over the Top“ her­berg­is­mat­seðli þar sem hægt er að panta ís-nachos, mjólk­ur­hrist­ing og margt fleira.

Það er byrjað að taka niður bók­an­ir HÉR ef ein­hver skíðaáhugamaður og stóraðadá­andi að ís lang­ar að skella sér í ógleym­an­lega æv­in­týra­ferð.

mbl.is/​In­sta­gram_HaloTop
Þetta lofar mjög góðu ef marka má myndirnar.
Þetta lof­ar mjög góðu ef marka má mynd­irn­ar. mbl.is/​HaloTop
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert