Ofur einfalt súrdeigsbrauð

Nýbakað súrdeigsbrauð er tilvalið á morgunverðarborðið.
Nýbakað súrdeigsbrauð er tilvalið á morgunverðarborðið. mbl.is/©Anne Merete Thorstensen

Nýbakað brauð er það besta sem til er – sér­stak­lega um helg­ar. Nú þarftu ekki að fara út úr húsi næst þegar þig lang­ar í nýbakað brauð því hér er upp­skrift að ofur ein­földu súr­deigs­brauði sem tek­ur smá tíma að gera en þú get­ur und­ir­búið deg­in­um áður.

Ofur einfalt súrdeigsbrauð

Vista Prenta

Ofur ein­falt súr­deigs­brauð

  • 4 dl vatn
  • 5 g ger
  • 1 dl súr­deig
  • 600 g hveiti
  • 2 tsk. salt

Aðferð:

  1. Hrærið volgt vatn og ger sam­an í stóra skál.
  2. Bætið súr­deig­inu út í (ef þú vilt hafa meira súr­deigs­bragð get­ur þú skipt út smá­veg­is af vatn­inu með meira af súr­deigi).
  3. Setjið hveitið út í smátt og smátt á meðan þú hrær­ir. Bættu salt­inu út í.
  4. Deigið þarf ekki að vera mikið hnoðað, bara að hrá­efn­in séu vel blönduð sam­an þar til deigið losn­ar frá skál­inni. Deigið á að vera pínu blautt.
  5. Látið viska­stykki yfir skál­ina og leyfið deig­inu að hef­ast í 10-12 tíma.
  6. Stráið hveiti á borðið og setjið deigið á borðið. Hnoðið það aðeins til og setjið aft­ur í skál­ina í 2 tíma til viðbót­ar.
  7. Hitið ofn­inn á 250°C. Hér er upp­lagt að nota steypu­járn­spott sem þolir að koma inn í ofn.
  8. Þegar ofn­inn og pott­ur­inn er orðið heitt í gegn,  hellið þá deig­inu í pott­inn og setjið lokið á. Bakið í 30 mín­út­ur. Takið þá lokið af og lækkið hit­ann í 230°C og bakið áfram í 15 mín­út­ur.
  9. Takið pott­inn úr ofn­in­um og veltið brauðinu á rist. Látið kólna í 15 mín­út­ur.
  10. Berið fram með góðri ólífu­olíu, smjöri eða osti.
mbl.is/©​Anne Mer­ete Thor­sten­sen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert