Þú hefur kannski ekki tekið eftir því, en á álpappír er önnur hliðin glansandi og hin mött – og það ekki að ástæðulausu.
Sumir sérfræðingar segja að matta hliðin er örlítið betri í að taka við hita en sú sem glansar. Til dæmis ef þú pakkar inn bökunarkartöflu í álpappír í ofninn eða á grillið, þá sé hún hún fljótari að bakast ef matta hliðin snýr út á við. Það sé þó enginn stórmunur sé þar á ferð hvað tíma varðar.
Álpappírinn er ekki nema um 0,1 mm á þykkt og þar að leiðandi allt of þunnur til að renna í gegnum verksmiðjuvélarnar í framleiðslu. Því er hann lagður tvöfalt saman sem gerir það að verkum að önnur hliðin verður mött og hin glansandi.
Og þá afhjúpum við svarið við spurningunni: Skiptir máli hvernig pappírinn snýr? Svarið er nei.
Einungis er um áferðarmun að ræða sem hefur ekkert að gera með virkni hans. Því geta lesendur Matarvefjarins hætt að velta þessari mikilvægu spurningu fyrir sér og leikið sér með álpappírinn eins og þá lystir. Hins vegar er hann ekkert sérlega umhverfisvænn og fólki því bent á að nota hann sparlega og hafa í huga að álpappír er ekki einnota.