Við komumst með fingurnar í nýja matreiðslubók sem inniheldur ógrynni af rabbabara uppskriftum. Þar prófar höfundur bókarinnar sig áfram með rabbabara og það ekki bara í eftirréttum. Hér er um snittur, kvöldverði, drykki og margt fleira að finna og einnig girnileg baka sem við látum uppskriftina fylgja með hér.
Gómsæt baka með rabarbara
- 200 g hveiti
- 2 msk. flórsykur
- 120 g kalt smjör
- 3 msk. vatn
Rabarbari:
- 280 g rabarbari
- Safi úr einni appelsínu
- 50 g sykur
Krem:
- 1 vanillustöng
- 30 g reyrsykur (hrásykur)
- 2 eggjarauður
- 10 g maísþykkni
- 2 dl mjólk
- 1 dl rjómi
Aðferð:
- Blandið saman hveiti og flórsykri.
- Skerið smjörið í litla bita og myljið út í hveitið. Bætið vatninu út í og hnoðið saman í deig. Setjið í kæli í fjóra tíma, eða yfir nótt.
- Bakið í tertuformi, 25 cm, í 15-20 mínútur við 200°C.
- Skerið rabbabarann í litla bita og setjið í eldfast mót. Penslið rabbabarann með appelsínusafa og sykri. Bakist við 180°í 10 mínútur eða þar til mjúkir (þó ekki of mjúkir).
- Skrapið kornin úr vanillustönginni og blandið saman við sykurinn. Bætið eggjarauðum og maísþykkni saman við.
- Setjið mjólk og vanillustöng saman í pott og hitið að suðu. Takið þá vanillustöngina upp úr og komið eggjablöndunni út í. Hitið áfram og takið af hitanum þegar kremið byrjar að þykkna. Kælið.
- Þeytið rjómann og blandið saman við kalt kremið. Smyrjið kreminu á botninn og toppið með rabbabara.
Matreiðslubókin "Rabarber" eftir Søren Staun, inniheldur eingöngu uppskriftir með rabbabara.
mbl.is/Søren Staun