Lekkerustu rabarbararéttir síðari ára

Dásamleg rabbabarabaka - falleg og bragðgóð.
Dásamleg rabbabarabaka - falleg og bragðgóð. mbl.is/Søren Staun

Við komumst með fingurnar í nýja matreiðslubók sem inniheldur ógrynni af rabbabara uppskriftum. Þar prófar höfundur bókarinnar sig áfram með rabbabara og það ekki bara í eftirréttum. Hér er um snittur, kvöldverði, drykki og margt fleira að finna og einnig girnileg baka sem við látum uppskriftina fylgja með hér.

Gómsæt baka með rabarbara

  • 200 g hveiti
  • 2 msk. flórsykur
  • 120 g kalt smjör
  • 3 msk. vatn

Rabarbari:

  • 280 g rabarbari
  • Safi úr einni appelsínu
  • 50 g sykur

 Krem:

  • 1 vanillustöng
  • 30 g reyrsykur (hrásykur)
  • 2 eggjarauður
  • 10 g maísþykkni
  • 2 dl mjólk
  • 1 dl rjómi

Aðferð:

  1. Blandið saman hveiti og flórsykri.
  2. Skerið smjörið í litla bita og myljið út í hveitið. Bætið vatninu út í og hnoðið saman í deig. Setjið í kæli í fjóra tíma, eða yfir nótt.
  3. Bakið í tertuformi, 25 cm, í 15-20 mínútur við 200°C.
  4. Skerið rabbabarann í litla bita og setjið í eldfast mót. Penslið rabbabarann með appelsínusafa og sykri. Bakist við 180°í 10 mínútur eða þar til mjúkir (þó ekki of mjúkir).
  5. Skrapið kornin úr vanillustönginni og blandið saman við sykurinn. Bætið eggjarauðum og maísþykkni saman við.
  6. Setjið mjólk og vanillustöng saman í pott og hitið að suðu. Takið þá vanillustöngina upp úr og komið eggjablöndunni út í. Hitið áfram og takið af hitanum þegar kremið byrjar að þykkna. Kælið.
  7. Þeytið rjómann og blandið saman við kalt kremið. Smyrjið kreminu á botninn og toppið með rabbabara.
Matreiðslubókin
Matreiðslubókin "Rabarber" eftir Søren Staun, inniheldur eingöngu uppskriftir með rabbabara. mbl.is/Søren Staun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka