Grillað lambaprime í sætri chili-sósu

mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Lambaprime er með betri bit­um sem hægt er að grilla og hér gef­ur að líta upp­skrift með aust­ur­lensku ívafi sem er al­gjör­lega upp á tíu. Það er meist­ari Berg­lind Guðmunds á GRGS sem á heiður­inn að þess­ari snilld.

Grillað lambaprime í sætri chili-sósu

Vista Prenta

Grillað lambaprime í sætri chili-sósu

  • 1 kg lambaprime frá Norðlenska
  • 1 dl app­el­sínusafi
  • 1/​2 dl sweet chili-sósa
  • 2 msk. soya-sósa
  • 2-3 hvít­lauksrif
  • salt
  • pip­ar

Aðferð:

  1. Setjið app­el­sínusafa, chili-sósu, soya-sósu og pressuð hvít­lauksrif sam­an í skál og hrærið. Saltið og piprið.
  2. Setjið kjötið í poka með renni­lás og hellið mar­in­er­ing­unni þar í. Leyfið að mar­in­er­ast helst yfir nótt.
  3. Takið kjötið út nokkr­um klukku­tím­um fyr­ir eld­un og leyfið því að standa við stofu­hita.
  4. Grillið með kjöt­hita­mæli þar til kjötið hef­ur náð 52° C.
  5. Takið af grill­inu og leyfið að standa í 10-15 mín­út­ur áður en kjötið er skorið.
mbl.is/​Berg­lind Guðmunds­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert