Maturinn sem lengir lífið

Grænkál og rauðar papríkur eru súrefni fyrir líkamann - fullt …
Grænkál og rauðar papríkur eru súrefni fyrir líkamann - fullt af næringarefnum sem þú þarft á að halda. mbl.is/coach.nine.com.au

Mörg matvæli innihalda þúsundir andoxunarefna sem geta komið í veg fyrir hrukkur eða krabbameinsmyndun. Matvörur á borð við tómata og rósakál er á þeim lista sem og þessi hér fyrir neðan..

Rauðar papríkur innihalda 60% meira af C-vítamíni en grænar papríkur. Þær halda þér líka unglegum samkvæmt rannsókn frá The American Journal of Clinical Nutrition – sem komst að því að fólk sem borðar mat sem inniheldur mikið af C-vítamínum fái minna af hrukkum.

Grænkál er pakkað af K-vítamíni! Einn bolli af elduðu grænkáli inniheldur næstum 12 sinnum ráðlagðan dagsskammt af vítamíninu. Sumir vilja meina að grænkál lækki blóðþrýsing og kólestrol.

Djúpfjólublái liturinn í eggaldin kemur frá næringarefninu nasunin sem hjálpar til við útbreiðslu krabbameinsfrumna. Rannskóknir hafa einnig sýnt að nasunin geti hægt á þróun alzheimer sjúkdómsins.

Bláber er dásamleg! Í bláberjum eru „rutin“ sem tilheyra flokki andoxunarefna og samkvæmt rannsókn frá Harvard Medical School, þá hjálpar rutin við að loka á ensím sem myndar blóðtappa, dregur úr hættu á hjartaráfalli og/eða heilablóðfalli

Andoxunarefnið eugenól má finna í basiliku, en þetta efnasamband virkar á leghálskrabbameinsfrumur og veldur því að þær eyðileggi sjálfa sig.

Eggaldin er ríkt af
Eggaldin er ríkt af "nasunin" sem er meinhollt fyrir líkamann. mbl.is/Thinkstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka