Margir vinna með svokölluð „yfirborðsþrif“, sérstaklega þegar tími er til fyrir annað. En það er einn staður í eldhúsinu sem þú mátt alls ekki gleyma að þrífa.
Við erum að tala um ruslatunnuna og skápinn sem geymir tunnuna. Það er ótrúlegt hvað verður fljótt skítugt á þessum eina stað – sem er þó ekkert skrítið miðað við notkunina.
Ef þú vilt komast hjá því að vera með illa lyktandi skáp í eldhúsinu eftir gamlar matarleifar skaltu þrífa innan úr tunnunni að lágmarki einu sinni í viku. Og fyrst þú ert kominn í gang, þá munar þig ekkert um að strjúka innan úr skápnum í leiðinni.