Chiafræ eru rík af próteinum, andoxunarefnum og vítamínum – dásamleg í alla staði. Hér bjóðum við upp á orkubombu í formi chia-grauts sem fyllir líkamann af næringu fyrir daginn.
Orkubomba morgundagsins (fyrir 2)
- 4 msk. chiafræ
- 2 dl möndlumjólk
- 115 g frosin hindber
- 1 msk. agave síróp
- 1 dl skyr
Smjörristað haframjöl:
- 125 g tröllahafrar
- 1 msk. smjör
- 3 msk. síróp
- Salt á hnífsoddi
Annað:
- 4 msk. skyr
- 10 hindber
- 6 brómber
- 2 msk. poppað kínóa
Aðferð:
- Hrærið chiafræ saman við möndlumjólkina og setjið í krukku með loki og inn í ísskáp til næsta morguns. Chiafræin draga í sig rakann yfir nóttina.
- Blandið köldu chiafræblöndunni saman við frosnu hindberin og sírópið í blandara eða matvinnsluvél. Hrærið því næst skyrinu saman við með skeið.
- Ristið haframjölið upp úr smjöri á pönnu við meðalhita í 5 mínútur. Bætið sírópinu saman við og hrærið í sirka 2-3 mínútur, eða þar til haframjölið er orðið gyllt að lit. Dreyfið haframjölinu á bökunarpappír, stráið salti yfir og látið kólna.
- Setjið ristað haframjöl í botn á tveim krukkum. Hellið chia-blöndunni yfir og toppið með skyri. Skreytið með berjum og poppuðu kínóa.