Geggjuð kjúklingasamloka með frábæru meðlæti

Góðan daginn girnilega samloka!
Góðan daginn girnilega samloka! mbl.is/Chelseasmessyapron.com

Við fáum ekki nóg af sam­lok­um sem þess­um. Henta við öll til­efni þegar hungrið læt­ur í sér heyra og við þurf­um að bregðast við í hvelli. Hér er ein girni­leg með kjúk­linga­sal­ati og pestó og síðan bæt­ir þú við þeim hrá­efn­um sem þú kýst á þína sam­loku - osti, tómöt­um, sal­ati, avoca­dó eða það sem hug­ur­inn girn­ist.

Geggjuð kjúk­linga­sam­loka með frá­bæru meðlæti

Vista Prenta

Bragðgóð kjúk­linga­loka með pestó

  • 3 boll­ar til­bú­inn kjúk­ling­ur, skor­inn í litla bita
  • 1 krukka grillaðar paprík­ur
  • ½ bolli grænt pestó
  • 1 bolli gott maj­ónes
  • ½ bolli möndlu­f­lög­ur
  • Gott brauð
  • Annað sem þú vilt á sam­lok­una: t.d. ost­ur, tóm­at­ar, sal­at, avoca­dó eða jafn­vel söxuð stein­selja

Aðferð:

  1. Skerið paprík­una smátt og veltið upp úr kjúk­lingn­um, pestó­inu, maj­ónesi og möndl­um.
  2. Saltið og piprið eft­ir smekk. Kryddið jafn­vel með stein­selju.
  3. Smyrjið fyll­ing­unni á brauðið og bætið því græn­meti eða öðru meðlæti sem þú kýst á sam­lok­una.
mbl.is/​Chel­seasmessyapron.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert