Geggjaðar kjúklingabollur sem allir ættu að prófa

Bollur er sívinsæll hversdagsmatur.
Bollur er sívinsæll hversdagsmatur. mbl.is/Line Falck

Hér kynn­um við til leiks hina full­komnu miðviku­dags upp­skrift. Boll­ur eru sí­vin­sæl­ar á mat­ar­borðið og þess­ar munu rjúka hratt niður svanga maga.

Geggjaðar kjúklingabollur sem allir ættu að prófa

Vista Prenta

Gúrme kjúk­linga­boll­ur með tóm­at­blöndu

  • 500 g Ali kjúk­linga­bring­ur
  • 200 g spínat
  • 1 egg
  • Salt og pip­ar
  • 1 msk. ólífu­olía

Tóm­atsósa:

  • 1 l tóm­atsósa frá Hunt´s
  • 1 msk. þurrkað or­egano
  • 2 msk. bal­samice­dik
  • Salt og pip­ar

Annað:

  • 400 g  pasta

Aðferð:

  1. Skerið kjúk­ling­inn í litla bita og setjið í bland­ara eða hakka­vél. Setjið helm­ing­inn af spínatinu sam­an við kjúk­ling­in ásamt eggi, salti og pip­ar og hakkið vel.
  2. Mótið litl­ar boll­ur úr hakk­inu og steikið á pönnu í 4 mín­út­ur við meðal­hita, eða þar til gegn­um­steikt­ar.
  3. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um.
  4. Tóm­atsósa: Hitið tóm­atsós­una, óreg­anó og bal­sa­mik í potti og smakkið til með salti og pip­ar.
  5. Berið kjúk­linga­boll­urn­ar fram með pasta, tóm­atsósu og spínati.
Thinkstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert