Ískakan sem fólk mun slást um

Lekker ísterta með jarðarberjum. Ein sú vinsælasta á borðunum í …
Lekker ísterta með jarðarberjum. Ein sú vinsælasta á borðunum í dag. mbl.is/© Anders Schønnemann

Þessi er fá­rán­lega góð – og já, við not­um orðið „fá­rán­lega“ því við bjugg­umst alls ekki við því að þessi kaka væri svona frá­bær. Það kemst fátt ná­lægt þess­ari ís­köku með kó­kos og jarðarberj­um eft­ir að hafa smakkað.

Ískakan sem fólk mun slást um

Vista Prenta

Ískak­an sem fólk mun slást um (fyr­ir 8)

Kó­kos­ís:

  • 1 sítr­óna
  • 1 lime
  • 5 dl rjómi
  • 1 dós niðursoðin mjólk
  • 150 g kó­kos­mjöl
  • 3 svamp­botn­ar
  • 1 dl dökkt romm

Skraut:

  • ¼ l rjómi
  • 50 g kó­kos­flög­ur
  • 200 g jarðarber

Aðferð:

  1. Rífið með rif­járni börk­inn utan af sítr­ón­unni og lime og blandið sam­an við rjóma og niðursoðna mjólk. Þeytið sam­an þar til bland­an þykkn­ar. Blandið kó­kos­mjöl­inu út í.
  2. Setjið svamp­botn á kökudisk og leggið háan hring utan af bök­un­ar­móti þar ofan á. 
  3. Dreypið helm­ingn­um af romm­inu yfir botn­inn.
  4. Dreifið helm­ingn­um af kó­koskrem­inu á botn­inn og leggið ann­an botn ofan á.
  5. Dreypið rest­inni af romm­inu yfir botn núm­er 2 og hellið rest­inni af ískrem­inu yfir. Leggið því næst þriðja botn­inn ofan á.
  6. „Sláið“ kök­unni niður á borðið til að losna við all­ar loft­ból­ur, enn þá með form­inu á. Setjið filmu yfir og inn í frysti yfir nótt.
  7. Takið kök­una út 30 mín­út­um áður en á að bera hana fram.
  8. Þeytið rjómann og setjið ofan á kök­una. Skreytið með jarðarberj­um og kó­kos­flög­um.
mbl.is/© ​And­ers Schønnem­ann
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert