Barnið bað um epli en kann ekki að skera það í báta! Það fer að líða að því að skólarnir byrji aftur og þá tekur við að smyrja nesti á mörgum heimilum. Það er afar gott að taka með sér hollustunammi inn í vinnudaginn, sama hvort þú ert í skóla eða annað.
Þegar við höfum skorið eplið í báta eða sneiðar verður það fljótt brúnt og leiðinlegt á litinn, sérstaklega ef við borðum það ekki strax. En hér fyrir neðan má fylgja einföldum skrefum og eplið mun haldast ferskt eftir að hafa vera skorið.
- Fjarlægðu kjarnann úr miðjunni á eplinu með kjarnhreinsi.
- Skerðu eplið í báta eða sneiðar.
- Passaðu að eplið haldist saman (eins og heilt) og settu kjarnann aftur inn í miðju eplisins.
- Settu teygju utan um eplið svo það falli ekki í sundur.
- Og eplið mun haldast ferskt og gott í nestispakkanum.
Hér er búið að ná kjarnanum úr. Eplið er síðan skorið í sneiðar eða báta og kjarnanum komið aftur fyrir í miðjunni.
mbl.is/Youtube
Sniðugt er að nota teygju til að halda eplabitunum saman.
mbl.is/Youtube