Pizza sem kemur skemmtilega á óvart

Kartöflupizza er betri en þú heldur.
Kartöflupizza er betri en þú heldur. mbl.is/Tia Borgsmidt

Hvernig væri að kveikja und­ir ofn­in­um sem við geym­um út í garði, eða grill­inu okk­ar - og skella þunn­botna pizz­um á tein­ana, al­veg eins og Ítal­arn­ir gera. Hér er upp­skrift að pizza­botni með grófu dur­um hveiti og áleggi sem kem­ur skemmti­lega á óvart.

Pizza sem kemur skemmtilega á óvart

Vista Prenta

Pizza sem kem­ur skemmti­lega á óvart (fyr­ir 4)

Pizza­deig:

  • 2,5 dl vatn
  • 20 g ger
  • 2 tsk. gróft salt
  • 200 g gróft dur­um hveiti
  • 150 g ít­alskt hveiti Tipo 00 (má líka nota venju­legt hveiti)

Álegg:

  • 2 bök­un­ar­kart­öfl­ur
  • Ricotta ost­ur
  • 4 rós­marín grein­ar
  • Flögu­salt
  • Trufflu­olía
  • Fersk­ar jurtir að eig­in vali.

Aðferð:

  1. Hellið vatni í skál og leysið gerið upp.
  2. Bætið salti út í og því næst grófa dur­um hveit­inu, smátt og smátt á meðan hrært er í á meðan.
  3. Látið hef­ast á volg­um stað í 30 mín­út­ur.
  4. Skiptið deig­inu upp í fjóra jafna bita.
  5. Skerið kart­öfl­urn­ar í mjög þunn­ar skíf­ur, t.d. með mandol­in járni.
  6. Saxið rós­marín.
  7. Fletjið deig­in út. Smyrjið botn­ana með ricotta og stráið rós­marín yfir.
  8. Deilið kart­öfl­un­um jafnt ofan á botn­ana og kryddið með salti og pip­ar.
  9. Bakið á grill­inu þar til kant­ur­inn er orðinn stökk­ur.
  10. Dreypið trufflu­olíu yfir og skreytið með fersk­um jurt­um að eig­in vali.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka