Geggjuð pizza – punktur!

Sjúklega góðar pizzur sem koma á óvart.
Sjúklega góðar pizzur sem koma á óvart. mbl.is/Ulf Svane

Orð eru algjörlega óþörf í þetta sinn - enda alveg geggjuð pizza hér á ferð sem þú munt elska. Þessi uppskrift gefur 4 minni pizzur og bragðið mun leiða hugann á lítinn ítalskan veitingastað.

Geggjuð pizza – punktur!

  • 2,5 dl vatn
  • 20 g ger
  • 2 tsk. salt
  • 150 g gróft durum hveiti
  • 200 g hveiti

Álegg:

  • 200 g ricotta
  • Flögusalt
  • Ólífuolía
  • 300 g spínat
  • 4 rósmaríngreinar
  • Tómatar
  • Basilika
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Hellið vatni í skál og leysið upp gerið. Bætið salti út í og því næst durum hveitinu og hnoðið vel. Látið hefast í 1 tíma.
  2. Stráið hveiti á borðið og skiptið deiginu upp í fernt. Rúllið út hverjum deigbita fyrir sig.
  3. Smyrjið botnana með ricotta og kryddið með salti og smá ólífuolíu.
  4. Dreyfið spínati yfir botnana. Saxið timían og stráið yfir. Bakið í ofni við 250°C í 10 mínútur.
  5. Skerið tómata í skífur og dreifið yfir pizzuna ásamt basilikum. Kryddið með salti og pipar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka