Ómótstæðileg vefja sem gleður hjartað

Morgunvefja sem inniheldur allt sem þarf til að starta deginum.
Morgunvefja sem inniheldur allt sem þarf til að starta deginum. mbl.is/Leah Maroney

Þessi snilld­ar morg­un­vefja er jafn gild sem há­deg­is­mat­ur á gríska vísu. Spínat, feta­ost­ur og olíf­ur eru hér að gleðja mag­ann í einni vefju. Þú get­ur út­búið nokkr­ar af þess­um og sett í frysti, þá áttu alltaf til ferska vefju sem þú get­ur hitað í ör­bylgju eða í ofni.

Ómótstæðileg vefja sem gleður hjartað

Vista Prenta

Morg­un­vefja í há­deg­inu

  • 2 egg
  • ½ bolli ferskt spínat, saxað gróf­lega
  • 4 Kalamata ólíf­ur, saxaðar
  • ¼ bolli feta­ost­ur, mul­inn
  • 1,5 msk. smjör
  • Tortilla
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Hitið litla pönnu á meðal hita. Setjið ½ msk af smjöri á pönn­una og látið bráðna.
  2. Brjótið egg­in í litla skál og pískið létt sam­an áður en þið hellið þeim út á pönn­una og gerið eggja­hræru. Rétt áður en egg­in verða til­bú­in, bætið þá spínati út á pönn­una og blandið sam­an þar til egg­in eru til­bú­in.
  3. Leggið eggja­blönd­una ofan á tortilla­kök­una. Setjið feta­ost yfir egg­in ásamt ólíf­um.
  4. Vefjið upp og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert