Þessi snilldar morgunvefja er jafn gild sem hádegismatur á gríska vísu. Spínat, fetaostur og olífur eru hér að gleðja magann í einni vefju. Þú getur útbúið nokkrar af þessum og sett í frysti, þá áttu alltaf til ferska vefju sem þú getur hitað í örbylgju eða í ofni.
Morgunvefja í hádeginu
- 2 egg
- ½ bolli ferskt spínat, saxað gróflega
- 4 Kalamata ólífur, saxaðar
- ¼ bolli fetaostur, mulinn
- 1,5 msk. smjör
- Tortilla
- Salt og pipar
Aðferð:
- Hitið litla pönnu á meðal hita. Setjið ½ msk af smjöri á pönnuna og látið bráðna.
- Brjótið eggin í litla skál og pískið létt saman áður en þið hellið þeim út á pönnuna og gerið eggjahræru. Rétt áður en eggin verða tilbúin, bætið þá spínati út á pönnuna og blandið saman þar til eggin eru tilbúin.
- Leggið eggjablönduna ofan á tortillakökuna. Setjið fetaost yfir eggin ásamt ólífum.
- Vefjið upp og njótið.