Ómótstæðileg baka með aspas og tómötum

Girnileg og góð baka með aspas og tómötum.
Girnileg og góð baka með aspas og tómötum. mbl.is/Columbus Leth

Við ætt­um að gera bök­ur sem þess­ar oft­ar. Bök­ur eru ein­fald­ar að gera en af­skap­lega góðar – og eru til­vald­ar sem létt­ur kvöld­mat­ur.

Ómótstæðileg baka með aspas og tómötum

Vista Prenta

Góm­sæt aspa­sterta með tómöt­um

Tertu­deig:

  • 125 g hveiti
  • 75 g gróft hveiti (heil­hveiti, spelt)
  • 1 tsk. salt
  • 75 g smjör
  • 2 msk. kalt vatn
  • Fer­kantað tertu­form, 22x22 cm

Asp­as­fyll­ing:

  • 250 g grænn asp­as
  • 200 g litl­ir tóm­at­ar
  • 3 egg
  • 2,5 dl rjómi
  • 1 tsk. dijon sinn­ep
  • 1 tsk. estragon
  • Salt og pip­ar

Hjarta­sal­at með feta:

  • Hjarta­sal­at
  • 1 msk. sítr­ónusafi
  • 1 tsk. dijon sinn­ep
  • 1 tsk. hun­ang
  • 3 msk. ólífu­olía
  • Salt og pip­ar
  • 20 g pist­asíu­hnet­ur
  • 100 g feta­ost­ur (eða fetakubb­ur)

Aðferð:

Tertu­teig

  1. Blandið hveiti, grófu hveiti og salti sam­an í skál. Skerið smjörið í litla ten­inga og muldrið út í deigið með fingr­un­um.
  2. Bætið köldu vatni út í deigið og hnoðið (ekki of mikið). Pakkið deig­inu inn í plast­filmu og setjið inn í ís­skáp í 30 mín­út­ur.
  3. Rúllið deig­inu þunnt út á borði með smá­veig­is af hveiti. Leggið deigið í smurt mót, þannig að deigið þekji botn­inn og kant­ana að inn­an­verðu. Skerið deig frá sem fer yfir kant­ana. Setjið í frysti í 1 tíma.

 Asp­as­fyll­ing

  1. Skolið asp­asinn og brjótið end­ann af. Skerið asp­asinn til þannig að hann passi í formið.
  2. Pískið egg, rjóma og sinn­epið sam­an og kryddið með estragon, salti og pip­ar.
  3. Hitið ofn­inn á 200°C.
  4. Raðið asp­asin­um og tómöt­um á tertu­botn­inn og hellið eggjamass­an­um yfir.
  5. Bakið tert­una í ofni í 25-30 mín­út­ur eða þar til eggjamass­inn er fast­ur.

 Hjarta­sal­at með feta

  1. Hrærið sítr­ónusafa, sinn­ep, hun­angi og ólífu­olíu sam­an og kryddið með salti og pip­ar.
  2. Raðið sal­at­inu á disk og dreypið dress­ing­unni yfir.
  3. Saxið pist­así­urn­ar og stráið yfir bök­una. Myljið síðan feta­ost­inn og sáldrið yfir sal­atið.
Thinkstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert