Sjóðheitar nýjungar frá IKEA

Okkur getur farið að hlakka til að sjá þessar nýjungar …
Okkur getur farið að hlakka til að sjá þessar nýjungar frá IKEA. mbl.is/IKEA

Þó að sum­arið sé hæst á lofti fáum við að reka nefið inn hjá IKEA og sjá hvað er vænt­an­legt í haust, eða nán­ar til­tekið í októ­ber. Kera­mík, papp­írslamp­ar, koll­ur og ný munst­ur í tex­tíl er á meðal þess sem við sjá­um – og allt á hóf­legu verði eins og IKEA ein­um er lagið.

Falleg keramík sem bæði má nota sem könnu í eldhúsið …
Fal­leg kera­mík sem bæði má nota sem könnu í eld­húsið eða sem fal­leg­an blóma­vasa. mbl.is/​IKEA
Þessar framhliðar á innréttingunni heita Bodap og eru framleiddar úr …
Þess­ar fram­hliðar á inn­rétt­ing­unni heita Bodap og eru fram­leidd­ar úr göml­um plast­flösk­um. Lit­ur­inn er ein­stak­lega smart og höld­urn­ar líka. mbl.is/​IKEA
Þríhyrndur kollur sem kallast „Kyrre“. Þessi bíður upp á að …
Þrí­hyrnd­ur koll­ur sem kall­ast „Kyr­re“. Þessi bíður upp á að fá smá lit á sig og fá líf t.d. sem hliðar­borð. mbl.is/​IKEA
Pappírslampar hafa verið meira og meira áberandi síðustu misseri og …
Papp­írslamp­ar hafa verið meira og meira áber­andi síðustu miss­eri og hér er einn stór og flott­ur sem verður vænt­an­leg­ur í októ­ber. mbl.is/​IKEA
Kanínur og ber! Er hægt að biðja um krúttlegra munstur …
Kan­ín­ur og ber! Er hægt að biðja um krútt­legra munst­ur fyr­ir yngstu kyn­slóðina. Munstrið verður fá­an­legt á teppi, sæng­ur­ver­um og taubleyj­um. mbl.is/​IKEA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert