Hvítlaukssmjör með kryddjurtum er alveg truflað á grillaða pizzu. Í þessu tilviki þarf ekkert að raða áleggjunum ofan á hvort annað þegar þetta smjör er til staðar.
Grilluð pizza með hvítlaukssmjöri
- 1 bolli heitt vatn
- Þurrger
- 1 msk. hunang
- 1 msk. ólífuolía
- 2,5 bolli hveiti
- 1 tsk. hvítlaukssalt
- 1 tsk. salt
- 3 íslenskir úrvalstómatar, skornir í þunnar sneiðar
- Flögusalt
- Ferskar jurtir
Hvítlaukssmjör:
- 6 msk. ósaltað smjör
- 2 hvítlauksrif, marin
- 2 msk. basilika, söxuð
- 2 msk. steinselja, söxuð
- 1 msk. oregano, saxað
- 1 msk. graslaukur, saxaður
- 1 tsk. dill, saxað
- 1 tsk. rósmarín, saxað
- ½ tsk. salt
Aðferð:
- Setjið vatn í skál og leysið upp gerið. Bætið við hunangi og ólífuolíu og blandið saman með skeið. Látið standa í 10 mínútur.
- Bætið við 2½ bolla af hveiti, hvítlaukssalti, salti og hrærið saman. Deigið á að vera pínu klístrað. Notið hendurnar og formið deigið í kúlu. Bætið við ½ bolla af hveiti og hnoðið áfram. Smyrjið skálina sem deigið var í með ólífuolíu að innan og leggið deigið aftur ofan í. Setjið hreint viskastykki yfir og látið standa við stofuhita í 1-1½ tíma.
- Leggið deigið á hveitilagt borðið. Fletjið deigið út og leggið aftur viskastykkið yfir deigið.
- Setjið deigið á pizzastein sem má fara á grillið og penslið deigið með ólífuolíu. Leggið pizzasteininn á grillið eða deigið beint á grillið – en slökkvið þá á hiturunum beint undir grillinu svo að botninn brenni ekki. Lokið grillinu og látið pizzubotninn sitja í 3-5 mínútur. Snúið þá botninum við og grillið á hinni hliðinni í 2-3 mínútur til viðbótar.
- Takið deigið af grillinu og setjið hvítlaukssmjörið strax ofan á, þannig að það bráðni um leið. Setjið tómatsneiðarnar yfir og stráið flögusalti yfir ásamt kryddjurtum að eigin vali.
Hvítlaukssmjör:
- Hrærið saman mjúku smjöri, hvítlauk, jurtum og salti. Má geyma í ísskáp.