Grilluð pizza með hvítlaukssmjöri

Það er algjörlega sturlað að setja hvítlaukssmjör á grillaða pizzu.
Það er algjörlega sturlað að setja hvítlaukssmjör á grillaða pizzu. mbl.is/Howsweeteats.com

Hvít­laukss­mjör með kryd­d­jurt­um er al­veg truflað á grillaða pizzu. Í þessu til­viki þarf ekk­ert að raða áleggj­un­um ofan á hvort annað þegar þetta smjör er til staðar.

Grilluð pizza með hvítlaukssmjöri

Vista Prenta

Grilluð pizza með hvít­laukss­mjöri

  • 1 bolli heitt vatn
  • Þurr­ger
  • 1 msk. hun­ang
  • 1 msk. ólífu­olía
  • 2,5 bolli hveiti
  • 1 tsk. hvít­laukssalt
  • 1 tsk. salt
  • 3 ís­lensk­ir úr­val­stóm­at­ar, skorn­ir í þunn­ar sneiðar
  • Flögu­salt
  • Fersk­ar jurtir

Hvít­laukss­mjör:

  • 6 msk. ósaltað smjör
  • 2 hvít­lauksrif, mar­in
  • 2 msk. basilika, söxuð
  • 2 msk. stein­selja, söxuð
  • 1 msk. or­egano, saxað
  • 1 msk. graslauk­ur, saxaður
  • 1 tsk. dill, saxað
  • 1 tsk. rós­marín, saxað
  • ½ tsk. salt

Aðferð:

  1. Setjið vatn í skál og leysið upp gerið. Bætið við hun­angi og ólífu­olíu og blandið sam­an með skeið. Látið standa í 10 mín­út­ur.
  2. Bætið við 2½ bolla af hveiti, hvít­laukssalti, salti og hrærið sam­an. Deigið á að vera pínu klístrað. Notið hend­urn­ar og formið deigið í kúlu. Bætið við ½ bolla af hveiti og hnoðið áfram. Smyrjið skál­ina sem deigið var í með ólífu­olíu að inn­an og leggið deigið aft­ur ofan í. Setjið hreint viska­stykki yfir og látið standa við stofu­hita í 1-1½ tíma.
  3. Leggið deigið á hveitilagt borðið. Fletjið deigið út og leggið aft­ur viska­stykkið yfir deigið.
  4. Setjið deigið á pizza­stein sem má fara á grillið og penslið deigið með ólífu­olíu. Leggið pizza­stein­inn á grillið eða deigið beint á grillið – en slökkvið þá á hit­ur­un­um beint und­ir grill­inu svo að botn­inn brenni ekki. Lokið grill­inu og látið pizzu­botn­inn sitja í 3-5 mín­út­ur. Snúið þá botn­in­um við og grillið á hinni hliðinni í 2-3 mín­út­ur til viðbót­ar.
  5. Takið deigið af grill­inu og setjið hvít­laukss­mjörið strax ofan á, þannig að það bráðni um leið. Setjið tóm­atsneiðarn­ar yfir og stráið flögu­salti yfir ásamt kryd­d­jurt­um að eig­in vali.

Hvít­laukss­mjör:

  1. Hrærið sam­an mjúku smjöri, hvít­lauk, jurt­um og salti. Má geyma í ís­skáp.
mbl.is/​Howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert